Stjórn Landverndar hefur kynnt sér skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu, sem lögð var fyrir 143. löggjafarþing, 2013-2014: 59. mál.
Samtökin fagna því að stjórnvöld hafi lagt skýrsluna fyrir Alþingi og sett efni hennar í ferli lýðræðislegrar umræðu. Jafnframt hvetja samtökin stjórnvöld til að hafa áfram samráð við hina margvíslegu hagsmunaaðila við vinnuna og kynna niðurstöður á opnum vettvangi. Slíkt er ávallt mikilvægt, ekki síst þegar um jafn viðamikið verkefni er að ræða.
Athugasemdir stjórnar Landverndar við skýrsluna má sjá í umsögninni hér að neðan.