Stjórn Landverndar lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs (106. mál á 140. löggjafarþingi).
Stjórn Landverndar telur mikilvægt að við undirbúning að stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs sé litið til þess að verndarákvæði taki mið að viðmiðum Alþjóðanáttúruverndarsamtakana (IUCN) um þjóðgarða og önnur verndarsvæði líkt og fordæmi eru fyrir í Vatnajökulsþjóðgarði. Öll útfærsla þjóðgarðsmarka og verndarákvæða ætti að fara í víðtækt samráðsferli, í sem bestu samstarfi við hluteigandi rétthafa, þar með talin frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar og útivistar.