Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs. Landvernd tekur undir tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt. 

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs. Landvernd tekur undir tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt.

Í sameiginlegri umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka á Íslandi, þ.m.t. Landverndar, um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða frá nóvember 2011 kemur fram sá vilji samtakanna að miðhálendi Íslands verði friðlýst með stofnun þjóðgarðsi. Í umsögninni segir m.a. (bls. 17):

„Mörg og sterk rök hníga að slíkri friðlýsingu; sérstök náttúra sem Íslendingar bera ábyrgð á, möguleikar til einstakrar upplifunar og hughrifa, og sjálfbær ferðaþjónusta og verðmætasköpun fyrir þjóðina. Útivist í lítt snortinni náttúru er einnig mjög mikilvæg fyrir líkamlega heilsu og vellíðan fólks. Sérstaða og verðmæti svæðisins felast í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss og óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem af mörgum eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.“

Stjórn Landverndar leggur áherslu á mikilvægi miðhálendisins sem einnar samfelldrar heildar og vill tryggja verndun þeirrar heildar í þágu velferðar okkar og komandi kynslóða. Stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, með Þjórsárver í suðri, Kerlingarfjöll í vestri, Guðlaugstungur, Orravatnsrústir og jökulvötn Skagafjarðar í norðri, auk annarra aðliggjandi svæða eftir samkomulagi væri mikilvægt skref í átt að miðhálendisþjóðgarði, en segja má að fyrsta skrefinu að honum sé þegar náð með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lesa umsögn Landverndar

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.