Árnar Hvalá og Rjúkandi mætast á ármótum. Þar er fyrirhugað að að moka upp mörg þúsund tonnum af efni við Hvalárósa, slétta plan fyrir vinnubúðir, verndum víðernin, landvernd.is

Umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu Árneshrepps

Stjórn Landverndar lýsir undrun sinni á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá því á henni eru stórkostlegir annmarkar sem Landvernd og aðrir ólögbundnir umsagnaraðilar hafa ítrekað bent á, en einnig Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umsögn um tillögu að deiliskipulagsbreytingu Árneshrepps dagsett 14. nóvember 2018

Stjórn Landvernda undrast á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá

Stjórn Landverndar lýsir undrun sinni á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá því á henni eru stórkostlegir annmarkar sem Landvernd og aðrir ólögbundnir umsagnaraðilar hafa ítrekað bent á, en einnig Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Hér eru athugasemdir samtakanna við tillögu hreppsnefndar Árneshrepps um breytingar á deiliskipulagi hreppsins vegna rannsókna fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun.

Markmið deiliskipulagsins kemur fram á bls. 1 í greinagerð ásamt umhverfisskýrslu Verkís (hér eftir greinargerð) þar sem verið er að skapa svigrúm fyrir undirbúningsrannsóknir vegna virkjunar Hvalár í samræmi við breytt aðalskipulag. Þar stendur jafnframt „Þá er markmiðið einnig að framkvæmdin valdi eins lítilli röskun á umhverfinu og kostur er, bæði til lengri og skemmri tíma, svo sem með aðlögun mannvirkja að landslagi, vönduðum frágangi og mótvægisaðgerðum.“

Framkvæmdin mun valda mikilli röskun á náttúrunni

Ljóst er að framkvæmdin mun valda mikilli röskun á náttúru, óbyggðum víðernum og landslagi og því verður ekki betur séð en að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á deiliskipulaginu séu í raun fyrsti áfangi virkjunarframkvæmda, frekar en að verið sé að rannsaka hagkvæmni þess að virkja rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvindafjarðarár. Ný 25 km vegalögn upp á Ófeigsfjarðarheiði þar sem vinnuslóðarnir kvíslast norður að Neðra Eyvindarfjarðarvatni og suður að ánni Rjúkjandi mun raska óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar til frambúðar. Stjórn Landverndar vill benda á að hægt er að lágmarka óafturkræft rask vegna rannsókna sbr umfjöllun hér fyrir neðan um möguleika á flutningi á kjarnabor í hlutum inn á svæðið með þyrlu.

Eins og kemur fram hér fyrir neðan er allt það rask sem lagt er til í greinargerðinni ónauðsynlegt vegna þeirra rannsókna sem lagt er upp með og því ekki um annað að ræða en einbeittan vilja til þess að eyðileggja svæðið áður en framkvæmdaleyfi hefur verið veitt.

Eyðilegging náttúrunnar eykur ekki skilning á umhverfi og sjálbærni, heldur lamar tengsl samfélaga við land sitt og náttúru og dregur úr getu þeirra til þess að sjá sig sjálf í tengslum við umhverfi sitt.

Landvernd hefur látið sig verndun náttúru, búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi varða um árabil en samtökin höfðu frumkvæði að þingsályktun nr. 35/128 um efnið sem samþykkt var 15. mars 2003. Nú síðast sendu samtökin ábendingar til Skipulagsstofnunar varðandi afgreiðslu stofnunarinnar á breytingum á aðalskipulagi dags. 6.sept 2018 þar sem segir

„Landvernd áréttar að um gríðarlega afdrifaríka ákvörðun er að ræða, en skipulagsáætlun sú sem Skipulagsstofnun staðfesti 25. júní 2018 varðar ein og sér umtalsverðan hluta óbyggðs víðernis Íslands, sem standa skal vörð um skv. markmiðsákvæði náttúruverndarlaganr. 60/2013“

Reykjavík, 28. desember 2018

Lesa alla umsögnina

Nýlegar umsagnir

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Hlustum á vilja íbúa á Seyðisfirði – Umsögn vegna svæðisskipulags Austurlands

Með markmiðum um sjálfbærni verða að fylgja raunverulegar aðgerðir til að stuðla að henni í raun og sann.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top