Votlendi og viðkvæm svæði á Íslandi ber að vernda, landvernd.is

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu.

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu.

Þau samtök sem að þessari umsögn koma, Framtíðarlandið, Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, gera alvarlegar athugasemdir við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu. Helstu atriði umsagnarinnar eru:

1. Í stað þriggja verndarheilda, eins og tillagan fyrir miðhálendið gerir ráð fyrir, verði þar ein verndarheild með mismunandi stigum verndunar.

2. Þess er krafist að ríkið fari með skipulagsmál hálendisins.

3. Mannvirkjabeltum, eins og þau birtast í tillögunni, er hafnað enda með öllu óljóst hvar þau eigi að liggja og hverskonar mannvirki eigi að leyfa á þeim. Uppbyggingu á fremur að beina að jaðri hálendisins.

4. Verndarheildir og mannvirkjabelti eru afar illa skilgreindar í tillögunni og verður að ráða bót á því.

5. Samtökin leggja áherslu á að ferðamannavegir verði ekki uppbyggðir og að umferð verði beint um Kjalveg og Sprengisand.

6. Til að ná fram markmiðum landsskipulagsstefnu um vernd sérstöðu og náttúrugæða á miðhálendinu, verður að tryggja að ekki verði ráðist í frekari virkjanir eða lagningu háspennulína á svæðinu. Samtökin leggjast harðlega gegn slíkri mannvirkjagerð á svæðinu. Þannig verði tryggt að þær virkjunarhugmyndir á miðhálendinu sem nú eru í biðflokki í þingsályktunartillögu að verndar- og orkunýtingaráætlun færist í verndarflokk í framtíðinni. Annars nást ekki þessi markmið.

7. Í landsskipulagsstefnu þarf að kveða á um að beit á miðhálendinu verði aflögð þar sem land þolir hana ekki þar til bata er náð.

8. Ýmsum áherslum um búsetumynstur og dreifingu byggðar er fagnað en bent á að landsskipulagsstefna verður einnig að ná til skipulags skógræktar og verndar sérstæðs lífríkis, búsvæða og vistkerfa, þar sem slíkt er að finna.

9. Lagt er til að vinnu við gerð stefnu haf- og strandsvæða verði hraðað eins og kostur er enda er henni verulega ábótavant í þeirri tillögu sem hér er til skoðunar.

10. Aðstöðumunur er mikill á milli annarsvegar frjálsra félagasamtaka og annara hagsmunaaðila hinsvegar, svosem orkufyrirtækja og sveitarfélaga hvað varðar þátttöku við mótun tillögu að landsskipulagsstefnu. Þetta veldur lýðræðishalla.

Lesa umsögn Landverndar

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.