Votlendi og viðkvæm svæði á Íslandi ber að vernda, landvernd.is

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu.

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu.

Þau samtök sem að þessari umsögn koma, Framtíðarlandið, Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, gera alvarlegar athugasemdir við tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu. Helstu atriði umsagnarinnar eru:

1. Í stað þriggja verndarheilda, eins og tillagan fyrir miðhálendið gerir ráð fyrir, verði þar ein verndarheild með mismunandi stigum verndunar.

2. Þess er krafist að ríkið fari með skipulagsmál hálendisins.

3. Mannvirkjabeltum, eins og þau birtast í tillögunni, er hafnað enda með öllu óljóst hvar þau eigi að liggja og hverskonar mannvirki eigi að leyfa á þeim. Uppbyggingu á fremur að beina að jaðri hálendisins.

4. Verndarheildir og mannvirkjabelti eru afar illa skilgreindar í tillögunni og verður að ráða bót á því.

5. Samtökin leggja áherslu á að ferðamannavegir verði ekki uppbyggðir og að umferð verði beint um Kjalveg og Sprengisand.

6. Til að ná fram markmiðum landsskipulagsstefnu um vernd sérstöðu og náttúrugæða á miðhálendinu, verður að tryggja að ekki verði ráðist í frekari virkjanir eða lagningu háspennulína á svæðinu. Samtökin leggjast harðlega gegn slíkri mannvirkjagerð á svæðinu. Þannig verði tryggt að þær virkjunarhugmyndir á miðhálendinu sem nú eru í biðflokki í þingsályktunartillögu að verndar- og orkunýtingaráætlun færist í verndarflokk í framtíðinni. Annars nást ekki þessi markmið.

7. Í landsskipulagsstefnu þarf að kveða á um að beit á miðhálendinu verði aflögð þar sem land þolir hana ekki þar til bata er náð.

8. Ýmsum áherslum um búsetumynstur og dreifingu byggðar er fagnað en bent á að landsskipulagsstefna verður einnig að ná til skipulags skógræktar og verndar sérstæðs lífríkis, búsvæða og vistkerfa, þar sem slíkt er að finna.

9. Lagt er til að vinnu við gerð stefnu haf- og strandsvæða verði hraðað eins og kostur er enda er henni verulega ábótavant í þeirri tillögu sem hér er til skoðunar.

10. Aðstöðumunur er mikill á milli annarsvegar frjálsra félagasamtaka og annara hagsmunaaðila hinsvegar, svosem orkufyrirtækja og sveitarfélaga hvað varðar þátttöku við mótun tillögu að landsskipulagsstefnu. Þetta veldur lýðræðishalla.

Lesa umsögn Landverndar

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top