Stöndum vörð um náttúru Íslands, landvernd.is

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi

Stjórn Landverndar fagnar því að fram sé komin tillaga um eflingu græns hagkerfis hér á landi.

Stjórn Landverndar fagnar því að fram sé komin tillaga um eflingu græns hagkerfis hér á landi. Það er mat stjórnar að undirbúningur þingsályktunartillögunnar beri þess merki að vandað hafi verið til verka. Það er sérstakt fagnaðarefni að fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi hafi nær undantekningarlaust náð samstöðu um þær tillögur sem nú liggja fyrir.

Stjórn Landverndar telur að í tillögu til þingsályktunar um eflingu græns hagkerfis þurfi að leggja meiri áherslu á betri nýtingu auðlinda, minni neyslu og ríkari ábyrgð á alþjóðavísu en nú er gert. Þær áherslur eiga að vera grundvallarmarkmið græns hagkerfis á Íslandi. Stjórn Landverndar vill koma á framfæri ýmsum ábendingunum og tillögum sem sjá má í umsögninni hér fyrir neðan.

Lesa umsögn Landverndar

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.