Landvernd, Ferðafélag Íslands, SAMÚT, Ferðaklúbburinn 4×4 og Útivist hafa kynnt sér drög að frumvarpi til laga um náttúrupassa og senda hér sameiginlegar athugasemdir samtakanna við umrædd drög.
Undirrituð samtök hafa ítrekað gert athugasemdir við það að samráðshópur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hafi hvorki fengið að ræða né útfæra fleiri leiðir að gjaldtöku en s.k. náttúrupassaleið er ráðuneytið hefur nú lagt fram í drögum að frumvarpi til laga um náttúrupassa. Það telja samtökin sýna að enginn vilji hafi verið fyrir því að skoða aðrar leiðir en þessa og því ekki hægt að tala um samráð um gjaldtöku, þó fulltrúum í samráðshópi hafi verið frjálst að tjá sig um náttúrupassann sem slíkan. Þessu mótmæla undirrituð samtök og firra sig allri ábyrgð á niðurstöðum ráðuneytisins verði það niðurstaðan að keyra í gegn lög um náttúrupassa með þeim grundvallarhugmyndum sem fram koma í umræddum drögum.
Umsögnina í heild má nálgast hér að neðan.