Landvernd fagnar endurnýjun laga um náttúruvernd. Frumvarpið er heilsteyptari og skýrari umgjörð en við höfum áður haft og í heildina vel unnið. Greinilegt er að sú vinna sem lögð var í gerð hvítbókar um náttúruvernd er fyrirmynd að skynsamlegu ferli við lagagerð. Landvernd sér ástæðu til að fagna sérstaklega ýmsum nýmælum í lögunum miðað við núgildandi lög og skerptum áherslum eða breytingum á öðrum köflum. Hér má nefna skýrari markmiðssetningu, kafla um meginreglur, aðlögun friðlýsingaflokka að alþjóðlegum viðmiðum, heimild til friðlýsingar heilla vatnasviða, viðbætur og breytingar á kafla um vernd jarðminja, vistkerfa, vistgerða og tegunda, kafla um framandi tegundir, akstur utan vega, vöktun náttúrunnar og bætt þvingunarúrræði stjórnvalda til að framfylgja lögunum.
Stjórn Landverndar gerir nokkrar almennar athugasemdir, en á eftir fylgja athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins. Umsögnina má sjá hér fyrir neðan.