Ungt umhverfisfréttafólk – skil á verkefni í keppnina 20. apríl 2021

Ljósmyndari að störfum fyrir verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk landvernd.is
Ungt umhverfisfréttafólk að störfum!
Skilafrestur í árlegu samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks er 20. apríl 2021.

Taktu þátt í árlegri verðlaunakeppni Ungs umhverfisfréttafólks! Það er til mikils að vinna!

Skilafrestur í árlegu samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks er 20. apríl. Við þökkum þátttökuskólum kærlega fyrir þeirra framlag.

Ungt umhverfisfréttafólk (Young Reporters for the Environment) er alþjóðlegt verkefni sem hvetur ungt fólk til að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings.

Ungmenni fá tækifæri til að senda verkefni sín í árlega verðlaunasamkeppni og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Keppnin fer fram í 45 löndum víðsvegar um heiminn. Landvernd fer með umsjón verkefnisins á Íslandi.

Hvernig verkefnum má skila í keppnina?

Tekið er við öllum miðlunarafurðum í keppnina og eru engar kröfur gerðar um lengd, stærð eða gerð verkefnisins.

Skila má fjölbreyttum verkefnum í keppnina!

Hvernig eru verkefnin metin?

Uppbygging og gæði
Sanngirni og hlutlægni
Fróðleikur
Frumleiki og sjálfstæði
Miðlun
Hvernig tengist verkefnið Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?

Nánari upplýsingar um matsviðmiðin má finna hér.

Markmið keppninnar

  • Keppnin veitir nemendum tækifæri til þess að prófa sig áfram í upplýsingamiðlun og láta ljós sitt skína. Verkefnastjóri aðstoðar áhugasama nemendur við að koma verkum sínum á framfæri og eftir keppnina geta fjölmörg tækifæri boðist.
  • Keppnin skapar samfélaginu vettvang til þess að fylgjast með því sem ungt fólk er að gera í umhverfismálum.
  • Verkefnum komið á framfæri við helstu fjölmiðla landsins. Þannig er stuðlað að umræðu og kynningu á verkefnum Ungs umhverfisfréttafólks.

Hvernig eru verkefnin metin? Matsviðmið

Spurt og svarað um Ungt umhverfisfréttafólk

Fleiri spurningar?

Hafðu samband við Sigurlaugu verkefnastjóra sigurlaug(hjá)landvernd.is.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd