Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við að í frumvarpinu er ekki minnst á alvarlegar afleiðingar af flugi fyrir náttúru og umhverfi, svo sem eins og mikilli landnotkun sem getur rutt burt verðmætum náttúrusvæðum, mengun, t.d. útblæstri gróðurhúsalofttegunda eða mengunarhættu, t.d. vegna olíuslyss.
Landvernd telur mikilvægt að lögin kveði skýrt á um að rekstur og uppbygging flugvalla þurfi að fara eftir skuldbindingum og markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og vernd náttúru.