Útvarpsinnslög Þorgerðar Maríu um COP16 og COP29

Baku í Azerbaijan. Þorgerður María Þorbjarnardóttir smellti af.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnuflakki þar sem hún sækir heim bæði COP16 ráðstefnuna um líffræðilegan fjölbreytileika, í Cali í Kólumbíu, og COP29 um loftslagsbreytingar, í Baku í Azerbaijan. Á meðan ferðalaginu stendur hefur Þorgerður verið með regluleg innslög í Samfélaginu á RÁS 1, en hér að neðan er hægt að hlusta á öll innslögin.

Nú stendur yfir COP29 ráðstefnan um loftslagsbreytingar, en hún er haldin í Baku í Azerbaijan. Þar koma aðildarríki að samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar saman og leitast við að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að draga úr loftslagsbreytingum. Þessi samningur er í daglegu tali oft nefndur Parísarsamningurinn. 

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar er stödd á ráðstefnunni, en hún er haldin í Baku í Azerbaijan. Nokkuð hefur borið á hvatningu til að sniðganga ráðstefnuna, meðal annars vegna slæmrar meðferðar á fjölmiðlafólki í Azerbaijan, en það á það á hættu að vera fangelsað ef það er of gagnrýnið á stjórnvöld,  og þess að sumir telja ráðstefnuna einungis vera grænþvott. 

Nú er COP16 ráðstefnunni um líffræðilegan fjölbreytileika nýlokið, en hún fór fram í Cali í Kólumbíu. Þorgerður María var einnig stödd þar, sem fulltrúi Landverndar. Fjöldi vísindamanna og náttúruverndarsamtaka, þar á meðal Landvernd, hefur kallað eftir því að brúað verði bilið á milli ráðstefnanna tveggja. Verndun líffræðilegs fjölbreytileika og loftslagsbreytingar eru nefnilega ekki aðskilin mál, heldur verða þau að haldast í hendur. 

Á meðan ráðstefnuflakki Þorgerðar stendur er hún með regluleg innslög í Samfélaginu á RÁS 1, þar sem hún segir okkur frá ráðstefnunum tveimur og ferðalagi sínu. 

Hægt er að hlusta á öll innslögin hér að neðan.

Annað innslag: Ferðalag og setning
Þriðja innslag: Samspil loftslags og náttúru
Fjórða innslag: Genamengi náttúrunnar
Fimmta innslag: Ýmislegt frá Cali
Sjötta innslag: Stóru málin á bakvið litlu orðin
Sjöunda innslag: Frá Cali til Baku
Áttunda innslag: Baku og upphaf COP29
Níunda innslag: Grein 6 og samningaviðræður
Tíunda innslag: Fjármagn til þróunarríkja
Ellefta innslag: Skoðunarferð um Azerbaijan
Tólfta innslag: Frestanir, fjármögnun og leiðtogaræður

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd