Varmársamtökin hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 22. maí 2006, um að tengibraut úr Helgafellslandi að Vesturlandsvegi skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nýlega ákvað Skipulagsstofnun að lagning tengibrautar úr Helgafellslandi um Álafosskvos að Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Aðalkrafa Varmársamsamtakanna er að umhverfisráðherra ómerki ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurði framkvæmdina matsskylda.
Til vara er þess krafist að úrskurðurinn verði ógiltur og stofnuninni gert að taka málið upp að nýju.
Tengibrautin á að þjóna verðandi íbúum Helgafellslands og er gert ráð fyrir að um hana fari a.m.k. 10 000 bílar á sólarhring. Mikil óánægja er meðal íbúa í Mosfellsbæ vegna staðsetningar tengibrautarinnar og hafa m.a. nýstofnuð íbúa- og umhverfissamtök, Varmársamtökin, kært ákvörðunina til umhverfisráðherra. Í kærunni kemur m.a. fram að Skipulagsstofnun hafi ekki haft fullnægjandi gögn til þess að taka ákvörðunina. Með vísan í rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga var er málsmeðferð því ábótavant.