Day: maí 19, 2006

Norræna ráðherranefndin rannsaki fækkun sjófugla

Fundur Landverndar og norrænna systursamtaka sem haldin var í Færeyjum 27. júlí – 3. ágúst beinir því til ráðherranefndarinnar að finna orsakir fyrir fækkun sjófugla víðsvegar á norður Atlantshafi og koma með tillögur um aðgerðir til úrbóta. Vistkerfi hafsins er í eðli sínu hnattrænt og þarf því að skoða það með heildstæðum hætti á fjölþjóðlegum vettvangi.

Ferð í Langasjó

Landvernd og Ferðafélag Íslands stóðu sameiginlega fyrir ferð í Langasjó sunnudaginn 25. júní. Mikil ásókn var í ferðina og var fullbókað í hana á örfáum dögum og komust færri að en vildu. Í ljósi þessa munu félögin reyna að koma á annarri slíkri ferð að ári.

Stækkum friðlandið

Yfirlýsing frá stjórn Landverndar. Stjórn Landverndar hefur fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur þar sem set- og miðlunarlónum norðan og vestan Þjórsárvera er hafnað án undangengins mats á umhverfisáhrifum.

Grænfáninn blaktir við Fossvogsskóla 2006, landvernd.is

Grænfáninn blaktir víða

Fjórir skólar hafa þegar fengið Grænfánann í þessari viku og sá fimmti, Víkurskóli í Reykjavík bætist í hópinn á morgun, laugardag. Öskjuhlíðarskóli í Reykjavík fékk fánann á miðvikudag og í dag var Grænfánanum flaggað í þriðja sinn í Fossvogsskóla í Reykjavík, annað sinn í Snælandsskóla í Kópavogi og í fyrsta sinn í Grunnskólanum í Borgarnesi.

Scroll to Top