Stækkum friðlandið

Yfirlýsing frá stjórn Landverndar. Stjórn Landverndar hefur fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur þar sem set- og miðlunarlónum norðan og vestan Þjórsárvera er hafnað án undangengins mats á umhverfisáhrifum.

Stjórn Landverndar hefur fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur þar sem set- og miðlunarlónum norðan og vestan Þjórsárvera er hafnað án undangengins mats á umhverfisáhrifum.

Verndargildi Þjórsárvera er óumdeilt og skoðanakannanir hafa sýnt að víðtæk samstaða er á meðal þjóðarinnar um stækkun friðlandsins. Meðal annarra hafa Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýst yfir jákvæðu viðhorfi til stækkunarinnar. Stjórn Landverndar hvetur ráðamenn til þess að stíga skrefið til fulls og stækka friðlandið í Þjórsárverum að náttúrulegum mörkum veranna.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top