Nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla veittu Grænfánanum viðtöku í annað sinn 26. janúar s.l. Skólinn hélt upp á það ásamt því að nýr samkomusalur var formlega tekinn í notkun. Salurinn rúmar um 300 manns í sætum og mun verða mikil lyftistöng fyrir skólalífið. Tónninn var sleginn með viðamiklum hátíðarhöldum þar sem kórinn söng, umhverfisnefnd Vatnsendaskóla veitti Grænfánanum móttöku, ný heimasíða vor opnuð og söngleikurinn Hairspray var sýndur. Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ,færði nemendum og starfsfólki heillaóskir líkt og Anna Lilja Þórisdóttir formaður foreldrafélagsins sem færði skólanum peningastyrkt til eflingar skólastarfinu.
Haustið 2007 var ákveðið að Vatnsendaskóli yrði umhverfisvænn skóli. Í framhaldinu skráði hann sig á græna grein og stefndi á að flagga Grænfánanum eftir tvö ár. Það markmið náðist og skólinn hefur flaggað fánanum síðan haustið 2009. Frá þeim tíma hafa nemendur og starfsfólk skólans tekið fleiri skref í umhverfismálum með það að markmiði að veita öðrum Grænfána mótttöku. Í desember 2011 var ljóst að því markmiði var náð Vatnsendaskóli flaggar nú Grænfánanum næstu tvö árin.
„