Leitarniðurstöður

Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu

Akurskóli hefur verið ,,Skóli á grænni grein“ síðan haustið 2009 og fékk í dag alþjóðlega viðurkenningu og flaggar nú Grænfána í fyrsta sinn. Viðurkenningin er veitt fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

Skoða nánar »

Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána

Nemendur og starfsfólk Vatnsendaskóla veittu Grænfánanum viðtöku í annað sinn 26. janúar s.l. Skólinn hélt upp á það ásamt því að nýr samkomusalur var formlega tekinn í notkun. Salurinn rúmar um 300 manns í sætum og mun verða mikil lyftistöng fyrir skólalífið. Tónninn var sleginn með viðamiklum hátíðarhöldum þar sem kórinn söng, umhverfisnefnd Vatnsendaskóla veitti Grænfánanum móttöku, ný heimasíða vor opnuð og söngleikurinn Hairspray var sýndur.

Skoða nánar »