Velsæld, virkjanir og græn framtíð

Vatnsdalsá
Vatnsdalsá í Austur-Húavatnssýslu á upptök sín á heiðum norðan Langjökuls. Ljósmyndari: Mirto Menghetti
Tryggvi Felixson formaður Landverndar segir að eyðilegging náttúru landsins til orkuöflunar sé ekki eini möguleikinn í boði. „Sem betur fer höfum við val.“

Nýleg skýrsla starfs­hóps um stöðu og horfur í orku­málum svarar því miður ekki ákalli um hlut­læga grein­ingu og mat á stöðu og áskor­unum í orku­málum Íslend­inga. Vonir voru bundnar við að skýrslu­höf­undar létu gera sjálf­stæðar grein­ingar um for­sendur og ólíkar leiðir til að fram­kvæma orku­skipt­in, sem allt sam­fé­lagið kallar nú eft­ir. Þess í stað er skýrslan að veru­legu leyti kokkuð upp úr mál­flutn­ingi orku­fyr­ir­tækj­anna og sam­taka þeirra, sem und­an­farin miss­eri hafa boðað orku­skort nema raf­orku­fram­leiðsla verði aukin til muna. Vel­sæld Íslend­inga er sögð vera í húfi ef við fáum ekki meira raf­magn. Skýrslan er ein­hliða og úrelt for­tíð­ar­sýn á mögu­leika Íslands.

For­sendur úr smiðju orku­geirans

Mark­mið og til­gangur skýrslu starfs­hóps­ins var að draga fram stað­reyndir og koma þeim á fram­færi til upp­lýs­inga fyrir stjórn­völd, hag­að­ila og almenn­ing. Brýn þörf er fyrir efni sem stuðlar að upp­lýstri umræðu og ákvarð­ana­töku – en því miður tókst það ekki í þess­ari atrennu. Vissu­lega koma fram gagn­legar upp­lýs­ingar í skýrsl­unni. En trú­verð­ug­leika þeirra og álykt­anir sem dregnar eru má draga í efa þar sem upp­lýs­ing­arnar voru hvorki sann­reyndar né vægi og raun­hæfni þeirra met­in. Þá láð­ist að setja orku­öflun í almennt hag­rænt og sam­fé­lags­legt sam­hengi.

Allt það sem vantar í skýrsl­una

Megin nið­ur­stöður skýrsl­unnar eru gild­is­hlaðn­ar. Skýrslu­höf­undar líta frek­ari hag­vöxt og ágenga auð­linda­nýt­ingu sem nauð­syn­lega for­sendu fyrir vel­sæld. Grænu tæki­færin í hag­kerf­inu eru sögð byggj­ast á frek­ari orku­öfl­un. Starfs­hóp­ur­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að ef Ísland vill vera virkur þátt­tak­andi í grænu bylt­ing­unni þurfi að auka raf­orku­fram­leiðslu sem nemur 90 til 140 MW á ári á næstu tveimur ára­tug­um. Þetta sam­svara um 5% af upp­settu af afli í dag í árlega aukn­ingu. Að öðrum kosti, segir í skýrsl­unni, þurfi að slá af og horfa inn á við. Að sjálf­sögðu er þetta ekki rétt. Algjör­lega virð­ist litið fram hjá tæki­færum sem fel­ast í að efla þekk­ing­ar­sam­fé­lagið sem nýtir hug­vit til lausnar á marg­vís­legum við­fangs­efnum með verð­mæta­sköpun að leið­ar­ljósi. Hvergi er minnst á að nýta óspillta nátt­úru og víð­erni bæði til atvinnu­starf­semi og upp­lif­un­ar.

Má bjóða þjóð­inni virkj­ana­mann­virki um allar triss­ur?

Sú nið­ur­staða skýrsl­unnar að lið­lega tvö­falda þurfi raf­orku­fram­leiðslu í land­inu á næstu 18 árum til að upp­fylla þarfir sam­fé­lags­ins, vekur miklar áhyggj­ur. Ef sú svið­mynd gengi eftir yrði raf­magns­fram­leiðsla á mann u.þ.b. fjór­falt meiri á Íslandi en í Nor­egi. Reisa þyrfti fjöl­mörg virkj­ana­mann­virki sem hefðu afl­getu sem nemur um fjórum Kára­hnjúk­virkj­un­um. Slík þróun mun óhjá­kvæmi­lega hafa afar nei­kvæð áhrif á nátt­úru og víð­erni. Hvernig á að afla vinnu­afls til slíkra stór­fram­kvæmda kemur ekki fram, hvað þá til ann­arra inn­viða og þjón­ustu sem koma þarf á til að raun­gera þessi stór­kalla­legu áform.

Nei – orku­ör­yggi er ekki í húfi

Í skýrsl­unni er full­yrt að orku­ör­yggi kalli á aukna raf­orku­fram­leiðslu. Í dag fara um 18% af fram­leiddri raf­orku til almennra nota, um 5% er sóað og um 78% fara til stór­iðju og ann­arra stórnot­enda. Það er því aug­ljós­lega mikið svig­rúm til að bæta orku­ör­yggi til almennra nota án frek­ari virkj­ana. Ekki má heldur gleyma þeirri orku­sóun sem felst í að fram­leiða sam­fé­lags­skemm­andi raf­mynt. Þar er orka sem auð­veld­lega má nýta til að efla orku­ör­yggi eða ann­arra gagn­legri nota.

For­gangs­röðum í þágu þjóðar og nátt­úr­unnar

Í skýrsl­unni er full­yrt að aukið fram­boð raf­orku sé for­senda orku­skipta. Við búum í sam­fé­lagi sem sam­eig­in­lega á Lands­virkj­un, fyr­ir­tækið sem aflar lang stærsta hluta raf­orkunn­ar. Í stjórn þess fyr­ir­tækis situr fólkið sem á að gæta hags­muna eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, okkar lands­manna. Má ekki gera þá kröfu til Lands­virkj­unar okkar allra að hún setji orku­skipti á Íslandi í for­gang? Orku­skiptin eru mik­il­væg­asta hags­muna­mál þjóð­ar­innar og eðli­legt að fyr­ir­tæki í eigu lands­manna setji orku­skipti í algjöran for­gang.

Auð­vitað eru ljósir punktar í skýrsl­unni. Kallað er eftir sam­ræm­ingu á atvinnu­stefnu, lofts­lags­stefnu og orku­stefnu. Lýst er eftir betri nýt­ingu á verð­mætum sem glat­ast í dag, svo­kall­aðs glat­varma og varma­orku sem losnar í varma­orku­ver­um. Jafn­framt er Alþingi er hvatt til að ljúka við gerð ramma­á­ætl­unar 3. En þessi mik­il­vægu atriði falla í skugga stór­kalla­legra sviðs­mynda um lið­lega tvö­földun orku­öfl­un­ar.

Hvað kosta nátt­úru­spjöllin í raun?

Í skýrsl­unni er umfjöllun um stærsta og vanda­samasta álita­mál sem teng­ist frek­ari orku­vinnslu á Íslandi tak­mörk­uð; eyði­legg­ingu Íslenskar nátt­úru og víð­erna. Ekki er heldur gerð til­raun til að leggja fjár­hags­legt mat á þau verð­mæti sem þannig myndu tap­ast. Nátt­úra lands­ins og víð­erni eru und­ir­staða stærstu útflutn­ings­greinar okk­ar, en eru einnig gríð­ar­lega verð­mæt til úti­vistar, bættrar lýð­heilsu og auk­inna lífs­gæða. Nátt­úra Íslands er verð­mæt í sjálfri sér og vönduð nátt­úru­vernd er einnig lofts­lags­að­gerð þar sem hún stuðlar að bind­ingu kolefnis í gróðri og jarð­vegi.

Engin sátt þar sem orku­geir­inn einn leiðir för

Skýrslan til­greinir að sátt verði að ríkja um orku­ver. Það getur aldrei orðið ef ekki er hægt að treysta vinnu­brögð­unum og orku­geir­inn fær að stjórna umræð­unni, ákvarð­ana­töku og laga­setn­ingu. Skýrslan er skýrt dæmi um ofurí­tök orku­geirans í þessu mik­il­væga hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar. Hið sama gildir um nýlegar breyt­ingar á lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum og tafir á afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar.

Í skýrsl­unni er því haldið fram að leyf­is­veit­ingar fyrir orku­mann­virki taki of langan tíma. Ástæðan er auð­vitað sú að það tekur tíma að vanda til verka, t.d. fram­kvæma nauð­syn­legar rann­sókn­ir. Í skýrsl­unni er aftur á móti ekki fjallað um þann vanda sem felst í því að stjórn­völd taka ekki mark á nið­ur­stöðu fag­legs mats á áhrifum ein­stakra fram­kvæmda á nátt­úru og umhverfi. Því miður virð­ast fjár­hags­legir hags­munir orku­geirans að mestu ráða för við ákvarð­ana­töku á Íslandi.

Botn­laus eft­ir­spurn kallar á for­gangs­röðun

Það verður alltaf mikil eft­ir­spurn eftir ódýrri orku – eft­ir­spurn sem ómögu­legt er að mæta. Lofts­lags­vand­inn er fyrst og fremst orku­krísa því í dag notar heims­byggðin miklu meiri orku en hægt er að fram­leiða á sjálf­bæran hátt.

Við þurfum því að gera þær kröfur á íslenskt atvinnu­líf að það dragi úr orku­notkun og setji fram skýra stefnu um for­gangs­röðun orkunnar til almenn­ings og til orku­skipt­anna. Mark­miðið má alls ekki vera að belgja út orku­geirann, heldur fyrst og fremst að vinna að lausn lofts­lags­vand­ans með orku­skiptum hér á landi.

Það er ekki bara ein leið að mark­mið­inu

Land­vernd mun á næstu vikum beita sér fyrir úttekt til að draga upp aðra raun­hæfa mynd en þá meg­in­sýn sem birt­ist í skýrsl­unni. Af hverju? Jú – þjóð­inni stendur annað og betra til boða en að auka raf­orku­fram­leiðslu um allt að 124% með öllum þeim spjöllum á íslenskri nátt­úru sem óhjá­kvæmi­lega fylgja. Í úttekt­inni verður kynntur val­kostur þar sem lofts­lags­vernd, orku­skipti og nátt­úr­vernd hald­ast í hend­ur. Þar verður enda­laus vöxtur ekki megin mark­mið heldur við­leitnin til að tryggja sjálf­bæra þróun og vel­sæld til lengri tíma lit­ið. Þar verður verndun íslenskrar nátt­úru að leið­ar­ljósi, fyrir okkur sjálf og fyrir kom­andi kyn­slóðir Íslend­inga.

Eyði­legg­ing nátt­úru lands­ins til orku­öfl­unar er ekki eini mögu­leik­inn í boði. Sem betur fer höfum við val.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 17. mars 2022

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd