Árnar Hvalá og Rjúkandi mætast á ármótum. Þar er fyrirhugað að að moka upp mörg þúsund tonnum af efni við Hvalárósa, slétta plan fyrir vinnubúðir, verndum víðernin, landvernd.is

Verndun víðerna Drangajökulssvæðisins mikilvæg skv. Alþjóðlegu náttúruverndasamtökunum (IUCN).

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.

Varaforseti Alþjóðanefndar um friðlýst svæði (World commission on protected areas, WCPA)  innan Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) hefur skilað skýrslu til IUCN um víðerni sem kennd eru við Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum.  Í skýrslunni kemur fram að svæðið uppfylli alþjóðleg skilyrði IUCN fyrir verndarsvæði  og að svæðið uppfylli viðmið fyrir verndarflokk Ib – Óbyggð víðerni.

Þá segir í skýrslunni að vernd svæðsins sé mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni. Svæðið búi einnig yfir einstökum jarðminjum, ótal stöðuvötnum og mörgum fögrum fossum og á því finnast merkir steingervingar.

Skoðað var hvort flokka ætti svæðið í verndarflokk II (þjóðgarður) eða flokk V (landslagsvernd) en þeir flokkar þóttu ekki veita svæðinu næga vernd að teknu tilliti til verðmætis þess.

Niðurstaða skýrslunnar er að allar stórar framkvæmdir á svæðinu myndu stríða gegn viðmiðum og reglum IUCN sem og íslenskum reglum um verndarflokka Ib (víðerni) og II (þjóðgarður) sem svæðið uppfyllir nú.  Fyrirhuguð Hvalárvirkjun er sögð breyta vatnafari svæðisins stórlega, skaða landslagsheildir, lífbreytileika og náttúru þess til frambúðar og því draga verulega úr náttúruverndargildi þess.

Þessi niðurstaða alþjóðlegra aðila á víðernum Drangajökulssvæðisins er í samræmi við tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands[1] um svæði á náttúruminjaskrá og við álit skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar[2].

Vegna Hvalárvirkjunar er gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fygir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Stíflugarðarnir verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir og stórt svæði mun verða að risastóru uppistöðulóni sem mun drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa.

Landvernd er eitt af 1.300 samtökum og stofnunum í 160 löndum sem eiga aðild að Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum, IUCN. Umhverfis- auðlindaráðuneytið er einnig aðili að samtökunum. Samtökin veita fjölmörgum aðilum ráðgjöf í náttúruverndarmálum, m.a. við skráningu svæða á heimsminjaskrá.  

Skýrslan verður birt á heimasíðu Landverndar og er hér í viðhengi. Ef frekari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið samband við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar í síma 8435370

Lesa skýrsluna Assignment of the IUCN Protected Area category to the Drangajökull wilderness area, Western Fjords, Iceland


[1] https://www.ni.is/greinar/vf-drangajokull

[2] http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/1214/201603003.pdf

 

Á myndinni má sjá ármót Hvalár og Rjúkandi, þar sem Vesturverk hyggs áformar að reisa vinnubúðir á plani úr mörg þúsund tonnum af efni frá Hvalárósum. 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.