Fuglar og flóra við Sogið – sumardagskrá Alviðru
Laugardaginn 8. júní kl. 14:00 -16:00 munu náttúrufræðingarnir Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.