• Vinnustofa í teikningu til áhrifa – Félagakvöld Landverndar

    Skrifstofa Landverndar Guðrúnartún 1, Reykjavík, Iceland

    Á félagakvöldi Landverndar í mars ætlar Rán Flygenring að koma til okkar og halda vinnustofu í teikningu til áhrifa. Rán hefur vakið athygli fyrir margt en meðal annars með því að gefa út nokkrar myndskýrslur um bæði hvalveiðar og fiskeldi. Á vinnustofunni munum við ræða saman um áhrif teikninga og gera teikniæfingar saman. Blöð og […]

  • Náttúruverndarstefna í Leifshúsum á Norðurlandi

    Landvernd fer í hringferð um Ísland í næstu viku og heimsækir náttúruverndarfélög og kynnir sér náttúru, landsvæði, framkvæmdasvæði og skógrækt með leiðsögn heimafólks á hverjum stað. Náttúruverndarfólk sem vill slást í hópinn, eða hefur mikilvæga sögu að segja getur haft samband við Landvernd á leið um landið, í netfangið bjorgeva@landvernd.is og þorgerður@landvernd.is. Fyrsta stopp. Samtök um náttúruvernd á […]

  • Drög að nýrri stefnu Landverndar kynnt á Egilsstöðum

    Þorbjörg María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, kynna drög að nýrri stefnu Landverndar. Félagar í Landvernd hafa tækifæri til að koma með athugasemdir við drögin. Sjáumst í Tehúsinu, Egilsstöðum, 3. apríl milli 17:00 og 18:30.

  • Málþing um áhrif vindorkuvera á náttúru

    Náttúruverndarsamtök Austurlands og Landvernd bjóða til málþings um áhrif virkjunar vindorku á náttúru. Markmið fundarins er að fræðast um þau áhrif sem þessi aðferð til orkuöflunar kemur til með hafa á íslenska náttúru. Sérfræðingar á mismunandi sviðum munu flytja erindi og setjast í lok fundar í pallborð þar sem tekið verður við spurningum úr sal. […]

  • Fræðsluganga um Ögmundarhraun

    Ögmundarhraun Suðustrandarvegur, Iceland

    Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Landvernd bjóða í fræðslugöngu um Ögmundarhraun þar sem við fræðumst um hnignun lands og landgræðslu. Hver er staða minjaverndar vegna landeyðingar og eldgosa? Mæting er klukkan 17:00 við jaðar Ögmundahrauns austan megin á bílastæði sunnan við Suðurstrandaveg. Gert er ráð fyrir 2 klst göngu

  • Sáningarvaka í Alviðru

    Alviðra

    Sáningarvaka í Alviðru, laugardaginn 10. maí Samverustund með Auði I. Ottesen garðyrkjufræðingi verður í Alviðru – fræðslusetri Landverndar – laugardaginn, 10. maí, frá kl. 14-16. Þessi maífræðsla er ætluð þeim sem vilja ná árangri í matjurtarækt og njóta ríkulegrar uppskeru garðvinnunnar. Auður hefur umsjón með grenndargörðunum í Alviðru og mun kynna ræktunarmöguleika þar. Allir félagar […]

  • Stefnumótunarfundur Landverndar

    Stefnumótunarfundur Landverndar verður haldinn mánudaginn 12. maí, klukkan 20.00, Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík. Til umræðu verða stefnudrög stjórnar Landverndar sem lögð verða fyrir aðalfund 23. maí.

  • Skráning á aðalfund Landverndar 2025

    Tjarnarbíó Tjarnargata 12, Reykjavík

    Boðað er til aðalfundar Landverndar föstudaginn 23. maí. Húsið opnar 15:30 og hefst fundurinn á slaginu 16:00. Sjá allar upplýsingar um fundinn hér.   Skráning á aðalfund Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram. https://landvernd.is/vidburdur/skraning-a-adalfund-landverndar-2025/

  • Aðalfundur Landverndar 2025

    Tjarnarbíó Tjarnargata 12, Reykjavík

    Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. maí næstkomandi. Við hvetjum alla félaga til að taka daginn frá. Stjórn Landverndar óskar eftir framboðum í stjórn en ár hvert er kosið í 5 embætti til tveggja ára. Í ár er kosið er í fjögur stjórnarsæti auk formannsembættis. Kjörgengir í stjórn eru skráðir félagar og fulltrúar félaga og samtaka […]

  • Fræðsluganga í Heiðmörk

    Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbænum kl. 18:00, mánudaginn 26. maí.Gangan tekur um tvo tíma og endar á sama stað. Viðburðurinn er í boði Landverndar, Ferðafélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Gott aðgengi almennings að grænum svæðum hefur ómetanlegt gildi fyrir lýðheilsu og samfélag. Almannarétturinn tryggir fólki náttúruupplifun, en þekking á náttúrunni styður jafnframt við náttúruvernd. […]

  • Fuglalíf við Sogið

    Alviðra

    Sogið og umhverfi þess er fuglaparadís. Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 munu tveir félagar í Fuglavernd leiða fuglaskoðun og jafnvel fuglahlustun við þessa vatnsmestu lindá Íslands. Ferðin hefst við Alviðrubæinn kl. 14. Mörg bílastæði eru við fjóshlöðuna. Gengið verður að Sogi, hlustað og skimað eftir fuglum. Takið gjarnan með ykkur sjónauka, og gleymið ekki börn […]