Félagsfundur Landverndar. Áfram verður unnið að stefnumótun Landverndar, mánudaginn 24. febrúar, klukkan 17:00 - 18:00. Valfrjálst er hvort mætt sé á fundinn í Guðrúnartún 1 eða á Zoom. Hér er hlekkur á fundinn: Join the meeting now Um stefnumótun Landverndar Í janúar hófst vinna að endurskoðun stefnu Landverndar. Fjölmennur stefnumótunarfundur var haldinn fyrr í febrúar […]
Á félagakvöldi Landverndar í mars ætlar Rán Flygenring að koma til okkar og halda vinnustofu í teikningu til áhrifa. Rán hefur vakið athygli fyrir margt en meðal annars með því að gefa út nokkrar myndskýrslur um bæði hvalveiðar og fiskeldi. Á vinnustofunni munum við ræða saman um áhrif teikninga og gera teikniæfingar saman. Blöð og […]
Landvernd fer í hringferð um Ísland í næstu viku og heimsækir náttúruverndarfélög og kynnir sér náttúru, landsvæði, framkvæmdasvæði og skógrækt með leiðsögn heimafólks á hverjum stað. Náttúruverndarfólk sem vill slást í hópinn, eða hefur mikilvæga sögu að segja getur haft samband við Landvernd á leið um landið, í netfangið bjorgeva@landvernd.is og þorgerður@landvernd.is. Fyrsta stopp. Samtök um náttúruvernd á […]
Þorbjörg María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, kynna drög að nýrri stefnu Landverndar. Félagar í Landvernd hafa tækifæri til að koma með athugasemdir við drögin. Sjáumst í Tehúsinu, Egilsstöðum, 3. apríl milli 17:00 og 18:30.
Náttúruverndarsamtök Austurlands og Landvernd bjóða til málþings um áhrif virkjunar vindorku á náttúru. Markmið fundarins er að fræðast um þau áhrif sem þessi aðferð til orkuöflunar kemur til með hafa á íslenska náttúru. Sérfræðingar á mismunandi sviðum munu flytja erindi og setjast í lok fundar í pallborð þar sem tekið verður við spurningum úr sal. […]