Latest Past Viðburðir

Upp á Ingólfsfjall

Alviðra

Ganga upp á Ingólfsfjall og notalegheit með kakó og kleinum. Síðbúin Jónsmessuganga að Inghól og norður eftir fjallinu, niður að Torfastöðum og til suðurs meðfram fjallshlíðinni að Alviðrubænum. Ingólfsfjall er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi […]

Lífið í og við Sogið 

Alviðra

Laugardaginn 14. júní 2025 kl. 14 - 16 munu náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason, leiða létta fræðslugöngu um Þrastaskóg og Sogið. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu, um leið og fræðst verður um lífríki Sogsins, tengslum þess við Þingvallavatn, með […]

Fuglalíf við Sogið

Alviðra

Sogið og umhverfi þess er fuglaparadís. Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 munu tveir félagar í Fuglavernd leiða fuglaskoðun og jafnvel fuglahlustun við þessa vatnsmestu lindá Íslands. Ferðin hefst við Alviðrubæinn kl. 14. Mörg bílastæði eru við fjóshlöðuna. Gengið verður að Sogi, hlustað og skimað eftir fuglum. Takið gjarnan með ykkur sjónauka, og gleymið ekki börn […]