Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

Aðalfundur Landverndar 2024 – Auðlindir í almannaþágu

23 maí @ 16:30 - 20:00

Boðað er til aðalfundar Landverndar fimmtudaginn 23. maí. Húsið opnar 16:30 og hefst fundurinn á slaginu 17:00.

Fundurinn verður haldinn í Hlöðunni á Gufunesi. Sjá hér: http://hladan.gufunes.is

Nánari upplýsingar um aðalfundinn munu berast þegar nær dregur en við hvetjum ykkur til að taka dagsetninguna frá.

 

Leiðbeiningar með Strætó

Leið 31 gengur alveg inn á bílaplanið, en síðasta ferð er rétt rúmlega 19:00. Gengur á 15 mín fresti, fer um Grafarvoginn.

Stoppustöðin „Miðgarður“ í Rimahverfinu er nokkuð nálægt, kannski ca 7-10 mín labb eftir nánast þráðbeinum göngustíg. Leið 6 gengur þangað (örar ferðir, fer eftir stofnbrautum niður í bæ).

Olís í Foldahverfi er örlítið lengra labb en þar stoppa leiðir 24 (fer í Ártún, Mjódd, Garðabæ t.d.), leið 6 og leið 18 (Hlemmur-Ártún-Spöng).

Svo er Spöngin í ca 2 km fjarlægð, þar eru t.d. leiðir 6, 18, 24 og 7 (Mosó-Egilshöll-Spöng). Leið 7 gengur þó ekki mjög lengi á kvöldin.

Frá þessum stoppistöðvum eru göngustígar sem eru þægileg gönguleið, lítið af götum að fara yfir og þægilegt að fara yfir á t.d. rafmagnshlaupahjóli ef fólk er að nýta slíkan ferðamáta.

 

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum Landverndar. Aðeins félagar og aðildarfélög í Landvernd hafa rétt til setu á aðalfundi.

Nánar

Dagsetning:
23 maí
Tímasetning:
16:30 - 20:00

Staður

Gufunesbær – Hlaðan