- This viðburður has passed.
Fjölskylduganga í Elliðaárdalnum
1 nóvember

Aflýst vegna Veðurs
Hvatningarátak Landverndar og Grænfánans Nægjusamur nóvember vekur athygli á jákvæðum áhrifum nægjusemi á náttúru, samfélag og eigið líf. Nægjusamur einstaklingur finnur að styrkur og hamingja kemur innan frá en ekki frá hlutum. Nægjusemi er eftirsóknarverð og stuðlar að frelsi, meiri tíma og orku, þakklæti, hamingju og tilfinningu um að eiga nóg.
Í tilefni af Nægjusömum nóvember bjóða Landvernd og Grænfáninn í skemmtilega samverustund, Laugardaginn 1. nóvember í Elliðaárdal.
Verjum tíma saman í náttúrunni, förum í leiki leysum verkefni og njótum samverunnar
Mæting er við Toppstöðina í Elliðaárdal kl. 14:00.