Loading Viðburðir

« Allir Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Alviðruhlaupið – sumardagskrá Alviðru

31. ágúst, 2024 @ 14:00 - 16:00

Hlaupið verður frá Alviðru, niður að Þrastalundi, undir brúna og hringur tekinn um Öndverðarnes, komið er tilbaka og endað við Alviðru. Hringurinn er 7 km langur og lítil hækkun, en undirlagið er mjög gróft og stundum er kjarrið frekar þétt. Þannig að mælt er með því að flýta sér hægt til að forðast meiðsli. Hringurinn má sjá á Strava á eftirfarandi tengli:
https://strava.app.link/iYHRB8rpaJb

Hlaupaleiðin er afar skemmtileg, og lítil hækkun, hlaupið er um kjarr, og niður að bakka Sogsins. Við lofum fallegu útsýni og frábærri útiveru.
Boðið er upp á hressingu í Alviðru eftir hlaupið.

Uppskeruhátið er hjá grenndagörðum Alviðru sama dag, þannig að stuðningsfólk hlaupara getur tekið þátt í henni á meðan hlaupið stendur yfir.

 

Nánar

Dagsetning:
31. ágúst, 2024
Tímasetning:
14:00 - 16:00
Viðburður Tags:
, ,

Skipuleggjandi

Landvernd
Phone
5525242
Email
landvernd@landvernd.is
View Skipuleggjandi Website

Staður

Alviðra
View Staður Website