- This viðburður has passed.
Veiðar hjá Alviðru

Veiðar hjá Alviðru. Hefur þú áhuga á veiðum? Hefur þú prófað það áður eða ert ennþá að dýfa tánum í þetta friðsæla en fjöruga sport?
Nú gefst tækifæri til að veiða í Soginu fyrir landi Alviðru, sem er rómað fyrir náttúrufegurð og stórfiska. Alviðrunefnd og veiðifélagið Starir bjóða fólki með veiðiáhuga að fræðast og veiða í Soginu. Allir eru velkomnir. Veitt er á flugu.
Veiðidagur Alviðru verður sunnudagin, 17. ágúst, 2025.

Mæting við Alviðrubæ kl. 14:00 á sunnudaginn
Sagt verður frá veiðum í Soginu. Skipt verður í hópa og vísað til veiðistaða. Leiðsögumaður frá Störum ráðleggur veiðimönnum.
Dagskrá lýkur um kl. 17:00. Kakó, kaffi og kleinur verða í boði í Alviðru.
Gerið svo vel að tilkynna nöfn veiðimanna í tölvupósti: s@sigurdurarni.is
Þau sem fyrst skrá þátttöku ganga fyrir ef mikill fjöldi vill veiða.
Hlökkum til að sjá ykkur!