Orkugeirinn hefur talað fyrir því að færa ákvarðanatöku varðandi vindorkuver til sveitarfélaganna, en þar telur orkugeirinn sig hafa betri samningsstöðu til að keyra verkefni í gegn.
Í náttúru Íslands er margskonar auður og ásókn í hann er mikil og vaxandi. Rammaáætlun er verkfærið sem notað er til að greiða úr ágreiningi varðandi ólíka hagsmuni – nýtingu og vernd.
Einmitt þess vegna er það rökleysa að hafa sérreglur fyrir vindorkuver, enda hafa þau enga sérstöðu. Áhrifaþættir vindorkuvera eru ólíkir en síst léttvægari en þegar metin eru áhrif annarskonar virkjana.
Landvernd sendi Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu ýmsar athugasemdir varðandi skýrsluna Valkostir og greining á vindorku.
Þú getur lesið umsögn Landverndar með því að smella á hnappinn hér að neðan.