Auðvitað á Alþingi að hafa völdin þegar kemur að vindorkuverum - alveg eins og gildir um aðrar virkjanir.

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða - svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Orkugeirinn hefur talað fyrir því að færa ákvarðanatöku varðandi vindorkuver til  sveitarfélaganna, en þar telur orkugeirinn sig hafa betri samningsstöðu til að keyra verkefni í gegn.    

Í náttúru Íslands er margskonar auður og ásókn í hann er mikil og vaxandi. Rammaáætlun er verkfærið sem notað er til að greiða úr ágreiningi varðandi ólíka hagsmuni – nýtingu og vernd.

Einmitt þess vegna er það rökleysa að hafa sérreglur fyrir vindorkuver, enda hafa þau enga sérstöðu. Áhrifaþættir vindorkuvera eru ólíkir en síst léttvægari en þegar metin eru áhrif annarskonar virkjana.

Landvernd sendi Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu ýmsar athugasemdir varðandi skýrsluna Valkostir og greining á vindorku.

Þú getur lesið umsögn Landverndar með því að smella á hnappinn hér að neðan. 

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.