Jarðhitasvæði í Vonarskarði
Jarðhitasvæði í Vonarskarði

Vonarskarð er dalur milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls, vestan við Bárðarbungu. Þar er jarðhitasvæði og einnig eru þar upptök stórfljótanna Skjálfandafljóts og Köldukvíslar. Vonarskarð liggur innan Vatnajökulsþjóðgarðs og nýtur sérstakrar verndar. Áður hafa verið settar fram hugmyndir um jarðvarmavirkjanir í Vonarskarði og Sveðjuhrauni, auk þess sem að í 2. Áfanga rammaáætlunar var fjallað um 145 MW virkjun á svæðinu. Virkjun á þessu svæði myndi krefjast þess að rafmagnslínur yrðu lagðar yfir Sprengisand til byggða sem myndi valda gríðarlegum breytingum á ásýnd svæðisins.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is