skógrækt_vottun_landvernd_vefur

Vottun skógræktar er ábótavant

Tryggja þarf að verkefni um kolefnisbindingu dragi ekki úr hvata til að minnka kolefnislosun.

Landvernd fagnar því að unnið sé að því að fá alþjóðlega viðurkennda vottun á loftslagsverkefnum Yggdrasil Carbon í Múlaþingi.

Að ýmsu er þó að hyggja. Til dæmis þarf að tryggja að verkefni um kolefnisbindingu dragi ekki  úr hvata til að minnka kolefnislosun. Hvernig ætlar Yggdrasil Carbon að tryggja þetta varðandi starfsemi sína? Eru t.d. kröfur gerðar um að minnka losun um ákveðið hlutfall, t.d. 50%, áður en fyrirtæki mega nota kolefnisbindingu inn í kolefnisbókhaldið?

Á hvaða hátt er tekið tillit til þess að kolefnislosun og kolefnisbinding með skógrækt fer fram á ólíkum tíma? Losun koltvísýrings sem fer út í andrúmsloft núna hefur áhrif í langan tíma. Að binda sama magn af koltvísýringi með nýskógrækt tekur hins vegar áratugi.

Nýskógrækt á Íslandi með erlendum trjátegundum hefur sína kosti og galla og er umdeild. Þess vegna bendir Landvernd á að nauðsynlegt sé að horfa ekki á hvert stakt verkefni heldur meta verkefni á sömu svæðum sem eina heild – til að meta samlegðaráhrif þeirra á líffræðilega fjölbreytni, náttúruvernd, landslag og sérkenni íslenskrar náttúru. 

Landvernd sendi Yggdrasil Carbon umsögn um málið. 

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.