Aðalfundur Landverndar haldinn 23. maí 2024

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna kl. 17:00 fimmtudaginn 23. maí í Hlöðunni í Gufunesi í Reykjavík og hefst 17:00. Húsið verður opnað 16.30.  Á aðalfundi er mörkuð stefna samtakanna og rafrænni kosningu til stjórnar lýkur þar. 

Fundargestir eru beðnir að skrá sig fyrirfram.

Dagskrá

16:30 Húsið opnar
17:00 Aðalfundarstörf 

  • Þorgerður formaður Landverndar setur fundinn.
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara, tillaga: Katrín Oddsdóttir og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson.
  • Kosning fundarstjóra, funí nefndir fundarins, kjörnefnd, allsherjarnefnd og laganefnd
  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning ársreiknings og hann lagður fram til samþykktar
  • Kynning frambjóðenda til stjórnar og kosning
  • Kosning endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga
  • Tillaga stjórnar að lagabreytingu – kynning og umræða

17:50 Hugvekja – Bjarni Bjarnason, jarðfræðingur
18:00
Ályktanir aðalfundar ræddar og afgreiddar

18.50 Kosning um ný lög Landverndar

19:00 Viðurkenning Landverndar veitt

19.10 Ný stjórn kynnt.

19.20 Veitingar, skemmtun og samvera

 

Nánari upplýsingar

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa skráðir félagar sem greitt hafa félagsgjald undanfarins starfsárs a.m.k. viku fyrir aðalfundinn. Hið sama gildir um fulltrúa aðildarfélaga, fyrirtækja og stofnana sem eru í Landvernd. Málfrelsi, rétt til setu og tillögurétt á aðalfundi hafa allir skráðir félagar í Landvernd.

Önnur leið fyrir félagsmenn til að hafa áhrif í Landvernd er að senda inn tillögur að ályktunum um þau mál sem Landvernd vinnur að: Verndun náttúru, loftslags og umhverfis í víðasta skilningi.

Ályktanir skulu sendar eigi síðar en viku fyrir aðalfund á bjorgeva@landvernd.is og verður kosið um þær á fundinum.  

Nánari upplýsingar um aðalfund er að finna í lögum Landverndar

Kosið verður um fimm stjórnarsæti til tveggja ára á aðalfundinum í ár. Kjörgengi (mega bjóða sig fram) hafa skráðir og skuldlausir félagar í Landvernd.

Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund og skulu framboð send formanni uppstillingarnefndar: Finni Ricart Andrasyni: finnur@umhverfissinnar.is, sími 626 1407.

Upplýsingar veita einnig aðrir í nefndinni: Rakel Hinriksdóttir, sími 867 7095 hinriks@gmail.com og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sími 699 7758 pallasgeir@gmail.com. 

Leynileg rafræn kosning fer fram dagana fyrir aðalfund og lýkur á fundinum sjálfum.

Tíu manns sitja í stjórn Landverndar, kosnir til tveggja ára. Við hvetjum öll sem vilja leggja náttúruvernd lið til að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Félagar í Landvernd geta boðið sig fram til stjórnar og tekið enn virkari þátt í fjölbreyttri starfsemi stærstu náttúruverndarsamtaka landsins. Góð hefð er fyrir því að stjórn Landverndar sé virk í náttúruverndarumræðunni og komi fram fyrir samtökin á margvíslegum vettvangi.

Tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund Landverndar 2024

Gerð er tillaga um að við a-lið 9. gr. bætist:

„Þó skulu einstaklingar, 25 ára og yngri, undanþegnir félagsgjöldum.“

 

Greinargerð:

Mikilvægt er fyrir Landvernd að virkja ungt fólk til starfa með samtökunum og tryggja nýliðun. Lagt er til að einstaklingar, 25 ára og yngri, verði undanþegnir félagsgjöldum til að hvetja þennan hóp, sem er að stórum hluta enn á skólabekk og án fastra tekna, til þátttöku í starfi samtakanna.

 

29.4.2024

Laganefnd
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir
Margrét Auðunsdóttir
Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Leið 31 gengur alveg inn á bílaplanið, en síðasta ferð er rétt rúmlega 19:00. Gengur á 15 mín fresti, fer um Grafarvoginn.
Stoppustöðin „Miðgarður“ í Rimahverfinu er nokkuð nálægt, kannski ca 7-10 mín labb eftir nánast þráðbeinum göngustíg. Leið 6 gengur þangað (örar ferðir, fer eftir stofnbrautum niður í bæ).
Olís í Foldahverfi er örlítið lengra labb en þar stoppa leiðir 24 (fer í Ártún, Mjódd, Garðabæ t.d.), leið 6 og leið 18 (Hlemmur-Ártún-Spöng).
Svo er Spöngin í ca 2 km fjarlægð, þar eru t.d. leiðir 6, 18, 24 og 7 (Mosó-Egilshöll-Spöng). Leið 7 gengur þó ekki mjög lengi á kvöldin.
Frá þessum stoppistöðvum eru göngustígar sem eru þægileg gönguleið, lítið af götum að fara yfir og þægilegt að fara yfir á t.d. rafmagnshlaupahjóli ef fólk er að nýta slíkan ferðamáta.

Smelltu á ritið til að lesa.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd