Leitarniðurstöður

Neikvæð umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar – Fréttatilkynning

Skipulagsstofnun hefur nú staðfest það sem Landvernd hefur haldið fram að umhverfisáhrif Hvammsvirkjunar verði verulega til umtalsvert neikvæð, m.t.t. þeirra þátta sem metnir voru, þ.e. landslags, útivistar og ferðaþjónustu. Áhrif á lífríki og landeyðingu voru ekki metin, illu heilli, en þau munu ekki síður verða alvarleg. Samtökin furða sig jafnframt á ummælum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um að niðurstaða Skipulagsstofnunar skipti engu máli fyrir framkvæmdina.

Skoða nánar »