Endurhugsum framtíðina
Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.
Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. Líka okkar eigin heilsu.
Stóriðja notar 77% alls rafmagns á Íslandi. Það er því ekki rafmagnsskortur á Íslandi. Landsnet á að tryggja flutning raforku til almennings og fyrirtækja en setur stóriðju í fyrsta sætið og tengir gjarnan stóran iðnað við fjarlægar virkjanir um svokallaðar stóriðjulínur, oft langt frá byggð.
Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.