Hvernig kennum við um neyslu?
Hvernig kennum við um neyslu? Valdeflandi aðferðir og spurningin hvað getum við gert gegnir lykilhlutverki. Stuttþáttaröð Landverndar um neyslu sýnir hvað við getum til bragðs tekið á gamansaman hátt.
Hvernig kennum við um neyslu? Valdeflandi aðferðir og spurningin hvað getum við gert gegnir lykilhlutverki. Stuttþáttaröð Landverndar um neyslu sýnir hvað við getum til bragðs tekið á gamansaman hátt.
Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.
Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.