Fræðsludagskrá fyrir skólahópa í Alviðru.
Skoðum lífið sem leynist í vatninu!
Markmiðið með heimsókninni er að nemendur kynnist og sjái með eigin augum það líf sem leynist í vatninu.
Dagskrá
Jökulá, bergvatnsá, lækir, uppsprettur, tjarnir, úrkoma af ýmsu tagi: Allt þetta er að finna í Alviðru og lífið í vatninu er margvíslegt og forvitnilegt.
Stefnt er að því að í Alviðru verði fiskabúr með tegundum ferskvatnsfiska sem við náum í, þannig að nemendum gefist kostur á að sjá og jafnvel snerta einhverja þá fiska sem þau eru að læra um í skólanum.
Þetta gefur tækifæri til að skoða og sjá í návígi, byggingu fiskanna og hvernig hver líkamspartur þjónar sínum tilgangi. Uggar, sporður, tálkn og svo framvegis.
Víðsjár og smásjár gera okkur svo kleift að sjá smærri lífverurnar og velta fyrir okkur samhenginu í vistkerfi vatnsins.
Gengið verður að Soginu á öruggum stað, sýni tekin þar og/eða í bæjartjörninni og þau svo rannsökuð heima í Alviðru.
Dagskrána má aðlaga mismunandi aldurshópum og eru allir aldurshópar grunnskóla velkomnir.
Bókanir og fyrirspurnir
Senda má allar óskir um bókanir og fyrispurnir á netfangið hjordis(hja)landvernd.is
Land og saga, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru
Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar.
Til móts við vorið, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru
Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru. Fuglarnir leika aðalhlutverk. Gengið verður um Þrastarskóg og fuglar skoðaðir með sjónauka.
Alviðra – Fræðslusetur Landverndar
ALVIÐRA Fræðslusetur Landverndar Alviðra er fræðslusetur Landverndar. Þar er skólahópum og gestum og gangandi boðið upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Allt um íslenska …