Land og saga, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Jónsmessuganga í hlíðum Ingólfsfjalls við Alviðru, landvernd.is
Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar.

Hvað leynist í landslaginu? Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið?

Markmið heimsóknarinnar er að vekja athygli á hvernig hægt er að „lesa í landið“ og sjá þá umhverfið dálítið í nýju ljósi. Alviðra hefur upp á margt að bjóða hvað varðar jarðfræði og sögu lands og þjóðar.

Dagskrá

Í hlíðum Ingólfsfjalls má sjá sjávarkamb frá ísaldartímanum og sæbarið grjót sem vitnar um þær miklu breytingar sem hafa orðið á landinu okkar frá því fyrir óralöngu.

Frá Alviðru má sjá hvernig Grímsneseldar hafa mótað landið, hvernig gróður hefur náð að festa þar rætur í tímans rás og hvernig mannshöndin hefur haft þar áhrif.

Hlaðinn túngarðurinn vitnar um forna búskaparhætti og enn má sjá gamla þjóðveginn sem lá meðfram fjallinu.

Gamlar tóftir beitarhúsa segja sína sögu, Ferjutanginn vekur upp spurningar um samgöngur liðinna ára og svo má lengi telja. Jafnvel útihúsin sem enn standa eru nú úr takti við nútímann og gefa innsýn í liðna daga.

Við Alviðru eru ármót Sogs og Hvítár, þar mætast tær bergvatnsáin og jökulfljótið og mynda Ölfusá, vatnsmestu á landsins.

Gengið verður um svæðið eftir því sem henta þykir og aðstæður leyfa.

Dagskrána má aðlaga mismunandi aldurshópum og allir aldurshópar grunnskóla eru velkomnir.

Bókanir og fyrirspurnir

Senda má allar óskir um bókanir og fyrispurnir á netfangið hjordis(hjá)landvernd.is

Lækur rennur um mosavaxinn farveg. Alviðra.

Lífið í vatninu, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Skoðum lífið í vatninu. Skólahópar eru velkomnir í heimsókn í Alviðru. Í þessari heimsókn kanna nemendur líf í vatni.
Nánar
Þrastarungi við Gullfoss. Ljósmynd: Zach Goo

Til móts við vorið, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru. Fuglarnir leika aðalhlutverk. Gengið verður um Þrastarskóg og fuglar skoðaðir með sjónauka.
Nánar
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Alviðra – Fræðslusetur Landverndar

ALVIÐRA Fræðslusetur Landverndar Alviðra er fræðslusetur Landverndar, þar sem boðið er upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Hafa samband Tjaldur á flugi við Alviðru. ...
Skoða

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd