Til móts við vorið, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Þrastarungi við Gullfoss. Ljósmynd: Zach Goo
Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru. Fuglarnir leika aðalhlutverk. Gengið verður um Þrastarskóg og fuglar skoðaðir með sjónauka.

Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru 2021.

Að þessu sinni eru fuglarnir í forgrunni.

Markmið heimsóknarinnar er að vekja áhuga á fuglum, mismunandi lífsháttum þeirra, fjölbreytileika og útliti.

Dagskrá

Gengið er um  Þrastaskóg, farið niður að Sogi með stóran sjónauka  á öruggum stað og fylgst með fuglum á Soginu. Á leiðinni í gegnum Þrastaskóg er hlustað eftir fuglahljóðum, leitað að fuglasporum og skyggnst eftir hreiðrum í trjánum.

Í Alviðru er ágætt safn uppstoppaðra fugla sem einnig er stuðst við. Þar er hægt að sjá fuglana í návígi og skoða einkenni hvers og eins.

Við hugum að sjálfsögðu einnig að vorkomunni og þeim breytingum sem verða á landinu okkar þegar vorið gengur í garð.

Það er ekki síður markmið að hver og einn nemandi geti notið sín úti í náttúrunni.

Dagskrána má aðlaga mismunandi aldurshópum og eru allir aldurshópar grunnskóla velkomnir.

Bókanir og fyrirspurnir

Senda má allar óskir um bókanir og fyrispurnir á netfangið hjordis(hja)landvernd.is

Lækur rennur um mosavaxinn farveg. Alviðra.

Lífið í vatninu, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Skoðum lífið í vatninu. Skólahópar eru velkomnir í heimsókn í Alviðru. Í þessari heimsókn kanna nemendur líf í vatni.
Nánar
Jónsmessuganga í hlíðum Ingólfsfjalls við Alviðru, landvernd.is

Land og saga, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru

Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar. ...
Nánar
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Alviðra – Fræðslusetur Landverndar

ALVIÐRA Fræðslusetur Landverndar Alviðra er fræðslusetur Landverndar, þar sem boðið er upp á fræðslu um lífríkið og jarðfræði. Hafa samband Tjaldur á flugi við Alviðru. ...
Skoða

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd