Alviðrudagurinn laugardaginn 17. ágúst kl. 13

Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi. Dagskráin hefst kl. 13. Allir velkomnir.

Landvernd býður fólk velkomið í Alviðru í Ölfusi á Alviðrudaginn 2013. Dagskráin hefst kl. 13. Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.
Dagskráin er eftirfarandi:

13:00 Skordýr og gróður með stækkunargleri. Skordýrum og plöntum verður safnað í nágrenni Alviðru og skoðuð í víðsjá (stækkunargleri). Umsjón hefur Hrefna Sigurjónsdóttir. Samveran varir í u.þ.b. 2 klst.

13:00 Að upplifa og njóta náttúrunnar. Helena Óladóttir veitir fólki innsýn í útinám og náttúruleiki í gönguferðmeð útikennsluívafi. Samveran varir í u.þ.b. 1 klst.

Þátttaka verður ókeypis. Gott er að taka með sér sjónauka, plöntu- og fuglagreiningarbækur, klæða sig eftir veðri og góða skapið!

Kaffi, kakó og vöfflur á staðnum í boði Landverndar að dagskrá lokinni.

Hlökkum til að sjá sem flesta og njóta náttúrunnar með okkur í Alviðru í Ölfusi!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top