Náttúruverndarsamtök sem starfa á Íslandi, vilja að náttúran fái sterkara umboð í samfélaginu. Nauðsynlegt er að stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar . Samtökin telja að sami ráðherra eigi ekki að fara með umhverfis og orkumál heldur eigi að hafa öflugan ráðherra sem hafi umhverfisvernd að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Auka þarf náttúrulæsi, virðingu og tilfinningu fyrir náttúrunni, gegnum skólakerfið og til almennings enda eru umhverfismál lýðheilsumál.
Náttúruverndarsamtök ætla að leggja sitt af mörkum í þessu, með auknu samráði, fræðslu og öflun upplýsinga um öll svið umhverfisverndar. Einnig þarf að fræða um loftslags- og orkumál í landinu og greiða úr þeirri upplýsingaóreiðu sem þar ríkir.
Samtökin vilja vinna gegn náttúrutapi á Íslandi og skora á stjórnvöld að taka þátt í þeirri vinnu.