Eldvorp-Ellert-Gretarsson

Árangur á Reykjanesi

Viðleitni Landverndar til að draga úr neikvæðum áhrifum háspennulínu að Reykjanesvirkjun hefur borið árangur. Allir álitsgjafar hafa skilað jákvæðri umsögn um hugmynd Landverndar um lagfæringu á línustæði.

Undanfarnar vikur hafa fulltrúar Landverndar, á grundvelli samstarfssamnings við Hitaveitu Suðurnesja, beitt sér fyrir því að gerðar yrðu breytingar á línustæði vegna fyrirhugaðrar Reykjanesvirkjunar. Markmiðið var að draga úr umhverfisáhrifum háspennulínu og finna um leið betra stæði fyrir jarðstreng sem kæmi innan 10 ára. Þetta hefur nú borið árangur. Allir álitsgjafar hafa skilað jákvæðri umsögn um þá hugmynd sem Landvernd kynnti um tilfærslu á línustæði. Hér á eftir fer bréf Skipulagsstofnunar frá 4. október s.l. sem líta má á sem niðurstöðu í málinu.

Hitaveita Suðurnesja
Júlís Jónsson, forstjóri
Brekkustíg 36
230 Keflavík

Efni: Tillaga um breytingu á legu 220 kV háspennulínu Reykjanes-Rauðimelur, Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ.

Vísað er til bréfs Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS), dags. 27. september 2005,
þar sem kynnt er tillaga að breytingu á legu 220 kV háspennulínu
Reykjanes-Rauðimelur, Grindavíkurbæ og Reykjanesbæ.

Samkvæmt erindi HS er um að ræða breytingu á legu háspennulínunnar frá þeim kostum sem fallist var á í úrskurði Skipulgasstofnunar þann 4. ágúst 2005.

Tillagan gerir ráð fyrir að háspennulínan verði lögð samkvæmt kosti 2,
sunnan Sýrfells, suður á móts við skarð á mótum Sýrfells og Sýrfellsdraga.
Þar verði sett horn og lína lögð um skarðið að spennivirki
Reykjanesvirkjunar. Við hornstæðið verður línan lítt sýnileg og stæðið á
lægsta stað í landinu. Um skarðið hefur þegar verið lagður vegur og
vatnsleiðsla grafin niður og gerðar undirstöður fyrir vatnstank. Fram kemur
í gögnum HS að það sé kostur að halda þessum mannvirkjum sem næst hvert
öðru þar sem það dragi úr heildaráhrifum. Norðan Sýrfellsdraga færist línan
til suðurs frá valkosti 1, eins og hann var kynntur í matsskýrslu og með
því lækkar línan í landi og verður nær iðnaðarsvæðinu. Fram kemur að komi
til þess að lagður verði jarðstrengur verði með þessari legu auðveldara að
takmarka áhrif á hraunið utan iðnaðarsvæðisins, þar sem jarðstrengur gæti
annaðhvort fylgt línustæðinu eða vatnslögninni að spennuvirki orkuversins.
HS telur þessa breytingu til bóta og vera í samræmi við tilgang laga um mat
á umhverfisáhrifum.

Fylgiskjöl frá HS.
Samkomulag HS við Landvernd, dags. 9. september 2005.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir könnun á möguleikum þess að staðsetja háspennulínu vestan Sýrfells með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í úrskurði
Skipulagsstofnunar þann 4. ágúst 2005 og stefnt að því að taka niður
háspennulínuna vestan Sýrfells og leggja í staðinn jarðstreng fyrir árið
2015 leiði niðurstöður rannsókna það í ljós að það sé tæknilega gerlegt.

Samkomulag HS við Náttúruverndarsamtök Íslands, dags. 9. september 2005.
Í samkomulaginu skuldbindur HS sig til að leggja allt að 2 km jarðstreng frá virkjuninni innan 8-10 ára að því tilskyldu að rannsóknir á skjálftavirkni og yfirborðsjarðhita á svæðinu leiði í ljós að slíkt sé tæknilega
framkvæmanlegt.

Afrit af áliti Umhverfisstofnunar, dags. 26. september 2005.
Í áliti Umhverfisstofnunar segir m.a: Samkvæmt vinnuskjali Landverndar
(Vinnuskjal, Tfel 19.09.05) mun umrædd lína liggja frá norðausturenda
Sýrfells að mótum Sýrfells og Sýrfellsdraga. Þar yrði sett hornstæði og
línan leidd um skarð á milli Sýrfells og Sýrfellsdraga og þaðan að
spennivirki Reykjanesvirkjunar.“
….. „Umhverfisstofnun telur að í mati á umhverfisáhrifum fyrir kost 1 og
kost 2 hafi komið fram nægilegar upplýsingar varðandi það landsvæði sem
breytingartillagan nær til og því telur stofnunin að nægjanlegar forsendur
séu fyrir hendi fyrir hana til að meta kosti og galla framangreindrar
breytingartillögu. Byggir stofnunin niðurstöðu sína á þeim upplýsingum sem
þegar liggja fyrir. Nýja línustæðið er hvergi utan þess svæðis sem áður
hefur verið kynnt og ekki er um að ræða neinar breytingar á efnisvali eða
viðbætur við framkvæmdina hvað aðra efnisþætti varðar. Því telur
Umhverfisstofnun að sú breytingartillaga sem lögð hefur verið fram af
Hitaveitu Suðurnesja og Landvernd verða til bóta fyrir umhverfi Reykjaness
ef borin eru saman framangreind breytingartillaga og valkostur 1 sem þegar
hefur verið fallist á. Ætla má að sjónræn áhrif línunnar verði minni, séð
frá Nesvegi og Stömpum en af valkosti 1 og að hægt verði að draga úr
frekari röskun á hraunum t.a.m. með samnýtingu vegaslóða austan Sýrfells og í skarðinu milli Sýrfells og Sýrfellsdraga. Umhverfisstofnun telur það
einnig mikinn kost ef fjarlægja á háspennulínuna eigi síðar en árið 2015 að
gefnum framangreindum skilyrðum. Með samkomulagi Hitaveitu Suðurnesja og Landverndar telur Umhverfisstofnun að líta skuli á lagningu jarðstrengs sem raunverulegan kost sem stefnt skuli að frá upphafi framkvæmda. Því skuli haga framkvæmdum á vegslóðum og plönum með það í huga að þeir skuli fjarlægðir ef línan verður lögð í jörð.“

Fundur.
Á fundi á Skipulagsstofnun þann 28. september 2005, kynntu fulltrúar HS og
Línuhönnunar framangreinda tillögu að breytingu á legu háspennulínunnar en
einnig voru viðstaddir fulltrúar Landverndar, Náttúruverndarsamtaka
Íslands, VSó Ráðgjafar og Reykjanesbæjar.

Frekari gögn.
Frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja barst álit, dags. 29. september 2005,
þar sem segir m.a.: „Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja getur fyrir sitt leyti
fallist á að tillaga sú sem Hitaveita Suðurnesja leggur til um breytta
legu, sbr. bréf til stofnunarinnar dags. 27. þ.m., sé minniháttar breyting
á þeim áformum sem þegar hafa verið samþykkt. Fram kemur í samþykktum sem fylgdu með erindinu að línunni verði skipt út með jarðstreng á hluta
leiðarinnar innan 8-10 ára svo fremi sem strengnum stafi ekki hætta af
jarðskálftavirkni og yfirborðsjarðhita. Líkur virðast því á að menn muni
nýta sér þá staðreynd að sjónræn áhrif af völdum línunnar eru afturkræf.
Vegaslóðar og annað rask sem slíkri mannvirkjasmíð fylgir er hinsvegar ekki
með öllu afturkræft. Samkvæmt valkosti 1 hefði gerð slóða farið fram í
minna röskuðu landi en nú hefur verið lagt til og því dregur úr áhrifum af
völdum vegaslóða. Erfitt er, á grundvelli fyrirliggjandi gagna, að átta sig
á sjónrænum áhrifum breyttrar línulegu. Þó virðist draga úr þeim þar sem
línan liggur í lægra landi og nær öðrum mannvirkjum. Sjónrænna áhrifa mun
hinsvegar, ef að líkum lætur, aðeins gæta í 8 ? 10 ár. Að öllu samanlögðu
er það álit Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að breytingin sé til þess
fallin að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og getur
embættið fallst á að ekki þurfi að fara fram sérstakt umhverfismat vegna
breytingarinnar.“

Frá Reykjanesbæ barst álit með bréfi dagsett 3. október 2005, þar sem
samþykkt er framangreind tillaga að breyttri legu háspennulínunnar.

Frá Grindavíkurbæ barst álit með tölvupósti þann 30. september 2005, þar
sem samþykkt er framangreind tillaga að breyttri legu háspennulínunnar.

Frá Neytendastofu barst álit með bréfi dags. 30. september 2005, þar sem
ekki er gerð athugasemd við framangreinda tillögu að breyttri legu
háspennulínunnar.

Niðurstaða
Skipulagsstofnun hefur farið yfir tillögu um breytingu á legu Reykjaneslínu
sem kemur fram í bréfi Hitaveitu Suðurnesja, dags. 27. september
síðastliðinn sem og málið í heild sinni. Fyrir liggja álit allra
leyfisveitenda og eru þeir samþykkir tillögunni og telja hana ekki hafa
neikvæðari áhrif en þegar samþykktir og metnir kostir. Kemur m.a. fram í
bréfi Umhverfisstofnunar til Hitaveitu Suðurnesja, dags. 26. september
2005, að Umhverfisstofnun telji að í mati á umhverfisáhrifum fyrir kosti 1
og 2 hafi komið fram nægjanlegar upplýsingar varðandi það landssvæði sem
breytingartillagan nái til og því telji stofnunin að nægjanlegar forsendur
séu fyrir hendi fyrir hana að meta kosti og galla tillögunnar. Nýja
línustæðið sé hvergi utan þess svæðis sem áður hafi verið kynnt.
Skipulagsstofnun telur að fyrir liggi, samkvæmt framlögðum gögnum að þó að
um sé að ræða tillögu að legu sem liggur milli valkosta 1 og 2, sem fallist
hefur verið á í úrskurði Skipulagsstofnunar þann 4. ágúst 2005, muni sú
lega ekki hafa í för með sér neikvæðar breytingar á áhrifum
framkvæmdarinnar á verndargildi svæðisins, hraun sem njóta sérstakrar
verndar skv. lögum um náttúruvernd, gróður, áflugshættu fugla, sjónræn
áhrif og á upplifun ferðamanna af svæðinu, umfram þau áhrif sem áður hafa
verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum háspennulínunnar og ekki
voru talin umtalsverð. Með vísan til þessa er það niðurstaða
Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð breyting á legu 220 kV háspennulínu
Reykjanes-Rauðimelur kunni ekki að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og þurfi því ekki málsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.