Árósasamningurinn tryggir rétt almennings til að koma að ákvarðanatöku um náttúruna.

Árósasamningurinn tryggir rétt almennings til að hafa áhrif á ákvarðanir sem tengjast náttúrunni, landvernd.is
Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Almenningur hefur skýlausan rétt til þess að hafa eitthvað um það að segja hvernig sameiginlegar auðlindir eru nýttar og hvernig gengið er um sameiginleg land- og náttúrugæði.

Almenningur hefur skýlausan rétt til þess að hafa eitthvað um það að segja hvernig sameiginlegar auðlindir eru nýttar og hvernig gengið er um sameiginleg land- og náttúrugæði.

Þrjár stoðir Árósasamningsins

Árósasamningurinn tryggir þennan rétt. Hann er mikilvægt lýðræðistæki veitir almenningi

  • rétt til að taka þátt í ákvarðanatöku
  • aðgengi að upplýsingum
  • aðgengi að réttlátri málsmeðferð

Samningurinn er nauðsynlegur raunverulegri sjálfbærri þróun því án aðkomu almennings munu áhrif hagsmunaaðila á opinbera ákvarðanatöku verða yfirgnæfandi og ákvarðanir teknar til þess hámarka gróða hagsmunaaðila.

Sá vandi sem við erum komin í sem mannkyn, vegna þess skaða sem við höfum unnið umhverfi okkar, á rætur sínar meðal annars í því að sjaldan er hlustað á umhverfisverndarfólk við ákvarðanatöku. Loftslagsvandinn hefur verið ræddur á hinum opinbera vettvangi í 30 ár en þeir sem taka ákvarðanirnar hlusta fyrst á hagsmunaaðila, síðast á almenning og fulltrúa þeirra. Þess vegna hefur okkur ekkert orðið ágengt í því að koma böndum á umhverfisvandann sem við erum í, gróði þeirra risastóru er of mikilvægur til þess að stjórnmálafólk grípi til raunverulegra og alvöru aðgerða.

Þátttaka í ákvarðanatöku

Árósasamningurinn á að hleypa almenningi að ákvarðanatökunni þannig að stjórnmálafólk verði að hlusta á sjónarmið hans. Árósasamningurinn var innleiddur á Íslandi árið 2011 og í kjölfarið var Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála sett á. Í október 2018 gerði Alþingi alvarlega atlögu að grunnstoðum Árósasamningsins og sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar þegar lögum um fiskeldi var breytt á einum degi án umræðu eða aðkomu almennings og samtaka hans. Þannig var málsmeðferð Alþingis við lagabreytinguna skýrt brot á Árósasáttmálanum og jafnframt árás á gildi og sjálfstæði úrskurðanefndarinnar. Lagabreytingarnar sjálfar fólu í sér að útilokað er fyrir umhverfisverndarsamtök að koma að ákvörðun um bráðabirgðaleyfi til fiskeldis til 20 mánaða og þau eru ekki kæranleg.

Þannig var bæði málsmeðferð Alþingis brot á Ársósasamningnum en lagabreytingarnar einnig.

Stöndum vörð um rétt almennings

Landvernd stendur vörð um rétt almennings til þátttöku og hefur kvartað yfir brotum íslenskra stjórnvalda á EES reglum til Eftirlitsstofnunar EFTA.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top