Ásdís Hlökk er land- og skipulagsfræðingur að mennt og starfar sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún hefur þriggja áratuga reynslu af störfum við skipulagsmál og umhverfismat, bæði innan stjórnkerfisins, sem ráðgjafi og sem háskólakennari og rannsakandi. Síðastliðin níu ár sem forstjóri Skipulagsstofnunar. Hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á þeirri umgjörð sem gildir um umhverfisvernd, framkvæmdir og landnýtingu.
Verndun íslenskrar náttúru er henni hugleikin, sem og mikilvægi lýðræðislegrar ákvarðanatöku um nýtingu lands, ábyrgðar í loftslagsmálum og að sjálfbær þróun sé ávallt leiðarstefið. Málefni landslagsverndar og víðerna eru henni sérstaklega kær.