Áskorun: Höfnum námuvinnslu á Mýrdalssandi og Þrengslum.

Gulur vörubíll í þungaflutningum. Höfnum námugreftri í Mýrdal og Þrengslum.

Ég skora á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum, með tilheyrandi mengandi efnisflutningum og náttúruspjöllum.

Veruleg mengun og truflun hlytist af á Suðurlandi þar sem ætlunin er að opna stórar námur fyrir veðri og vindum.

Innviðir á Suðurlandi eru ekki byggðir til að þola stöðuga umferð þungaflutningabíla, auk þess sem umferðaröryggi yrði ógnað. 

Ekki hefur verið sýnt fram á ávinning samfélagsins af námuvinnslunni. 

SKRIFAÐU UNDIR

Með því að skrifa undir þessa áskorun veitir þú Landvernd leyfi til að afhenda sveitarstjórum Ölfuss og Mýrdalshrepps undirskrift þína.

Námavinnsla á Mýrdalssandi 

Yrði af vikurnámi fyrirtækisins STEAG Power Minerals við Hafursey á Mýrdalssandi og vinnslan næmi milljón tonnum á ári líkt og boðað hefur verið þyrftu vörubílar að aka 30 þúsund ferðir til Þorlákshafnar eða 240 ferðir daglega fram og til baka (m.v.249 vinnudaga á ári). Vegalengdin er 180 km.  

 Í umsögn Landvendar sem send var Skipulagsstofnun í ágúst 2021 segir m.a. 

Ætla má að framkvæmdin hafi áhrif á umferðaröryggi, burðarþol mikilvægs þjóðvegar og samgönguæðar og valdi hávaða- og rykmengun. Á íslenska mælikvarða er það umtalsverð framkvæmd að bæta liðlega þrjátíu yfir 30 tonna flutningabílum á vegakerfið flesta daga ársins, á vegum sem ekki eru byggðir fyrir þungaflutninga. Í fljótu bragði er því ekki hægt að reikna með öðru en að áformaðir vikurflutningar muni hafa verulega neikvæð samfélagsáhrif og auka losun gróðurhúsalofttegunda.  Þá verður ekki sé að raunveruleg verðmætasköpun á Íslandi verði mikil þó auðlindin sé íslensk. Erlendir aðilar eiga bæði verksmiðju og 90% af landinu þannig að arður eigenda, auðlindarentan, mun leita úr landi. Þá bendir reynslan til þess að þau störf sem myndast geti alveg eins fallið í skaut erlendra vinnumiðlunar og skili sér því illa inn í samfélagið, enda er ætlunin að bjóða þann þátt starfseminnar út. Það er nauðsynlegt að greina samfélagsáhrif af mikill vandvirkni til að koma megi í veg fyrir rangar ályktanir, og í kjölfarið ranga niðurstöðu.“   

Sjá skýrslu Skipulagsstofnunar um efnistöku á Mýrdalssandi.

Kjarninn fjallaði einnig ítarlega um málið. 

 

Námavinnsla í Þrengslum 

Landvernd varar við áformum um efnistöku úr Litla Sandfelli af mörgum ástæðum. Þegar heilt fjall er fjarlægt yrði um gríðarlega eyðileggingu að ræða, bæði á landslagi og jarðminjum. Mikilvægt er að meta áhrif framkvæmdarinnar á samfélagið í Þorlákshöfn. Mikil umferð þungaflutninga um bæinn og mögulegt sandfok í slæmum veðrum getur haft verulega neikvæð áhrif á lífsgæði íbúanna. 

Þá verður líka að taka með í reikninginn samlegðaráhrif af þungaflutningum vegna sandnáms á Mýrdalssandi en fyrirætlanir eru um að keyra sand til Þorlákshafnar í álíka stórum stíl og hér er gert ráð fyrir. 

Í umsögn Landverndar, sem send var Skipulagsstofnun í febrúar sl. segir m.a.  

Í matsáætlunina vantar að gera grein fyrir mati á losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmdarinnar, umferðaröryggi og vegi og á ferðaþjónustu og útivist. Jafnframt þarf að meta áhrif sandfoks á íbúa Þorlákshafnar. 

Kjarninn fjallaði ítarlega um málið og segir m.a.: 

„Til að flytja um 80 prósent af þessu efni til Þorlákshafnar líkt og ráðgert er, þyrftu stórir vöruflutningabílar að aka 33.350 ferðir á ári – og svo aftur til baka að námunni. Samanlagt 66.600 ferðir á 300 dögum. Þetta gerir 222 vörubílaferðir fram og til baka á dag. Séu flutningar frá kl. 7-21 eru þetta um sextán ferðir á klukkustund.“ 

Sjá einnig skýrslu Skipulagsstofnunar um efnistöku úr Þrengslum.

Íslensk íblöndunarefni í sement munu ekki bjarga málum í bráð 

Kolaryk sem verður til við bruna er í dag nýtt sem íblöndunarefni í sement – og það er þetta ryk sem íslenska vikrinum er ætlað að leysa af hólmi. 

Ljóst er að núverandi framboð á kolaryki í sement er gríðarlegt enda eru aðeins um 4% þessarar aukaafurðar kolabruna nýtt í sement í dag. Það er ekki fyrr en kolaorkuverin loka (og kolarykið fellur ekki lengur til) sem hægt er að draga úr losun með nýjum íblöndunarefnum. Þess er ekki að vænta á næstunni, í Kína og Indlandi mun það tæpast verða fyrr en eftir áratugi. 

Sjá nánari umfjöllun um kolaryk og notkun þess hér og hér.

Almennt um námuvinnslu – grein Ara Trausta Guðmundssonar í Kjarnanum. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd