20070719153346081977

Áskorun til Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar

Samningur Múlavirkjunar og HS stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur skorað á Hitaveitu Suðurnesja að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo lagfæra megi virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

Vinstri myndin er tekin við stífluna og hægri myndin aðeins ofar í landinu. Myndirnar sýna að inntakslónið nær alla leið að Baulárvallavatni, sem þar með er orðið að stóru „inntakslóni“. Hér hefur augljóslega verið brotið gegn ákvörðun Skipulagsstofnunar. 

Orkusamningur verði endurskoðaður ellegar sagt upp
Með ákvörðun sinni um að gera tilteknar breytingar á virkjuninni braut Múlavirkjunar ehf. gegn ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og í ferlinu hefur e.t.v. einnig verið brotið á fleiri lögum. Nánari skoðun mun væntanlega leiða það í ljós. Landvernd telur orkukaup Hitaveitu Suðurnesja ekki samræmast umhverfisstefnu fyrirtækisins en þar segir m.a. að Hitaveita Suðurnesja muni „fylgja gildandi lögum og reglum á sviði umhverfismála“ og að fyrirtækið eigi að vera „öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni í meðferð á umhverfinu“.

Samningur Múlavirkjunar ehf. við Hitaveitu Suðurnesja stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur sent Hitaveitu Suðurnesja áskorun um að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo Múlavirkjun ehf. geti lagfært virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

Virkjunin stefnir stofni ísaldarurriða í Baulárvallavatni í hættu þar sem hún eyðileggur mikilvægar hrygningastöðvar. Neikvæð áhrif á fiskistofna hafa áður komið til sögu í kjölfar virkjana á Íslandi, sbr. áhrifa Sogsvirkjana á ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Mikilvægt er að læra af reynslunni og forkastanlegt væri að gera sömu mistök í Baulárvallavatni.

Hitaveita Suðurnesja er hér í aðstöðu til þess að láta gott af sér leiða og „vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni í meðferð á umhverfinu“ eins og fyrirtækinu ber skv. umhverfisstefnu sinni.

Í Morgunblaðinu 27. júlí s.l. kom fram:
„Í október 2005 komu fulltrúar Múlavirkjunar á fund Skipulagsstofnunar og gerðu grein fyrir því að stíflan væri hærri en til hefði staðið. Í kjölfar þess var fulltrúum virkjunarinnar sagt að þeim bæri að gera grein fyrir þeim lagfæringum sem þeir þyrftu að gera til að stíflan yrði í samræmi við skipulag. Engar slíkar lagfæringar hafa enn verið gerðar. Múlavirkjun ehf. hafnaði því aftur á móti að lækka stífluvegginn því þá væri fyrirtækinu ekki unnt að standa við nýgerða samninga um orkusölu.“

Hér má nálgast bréf Landverndar til Hitaveitu Suðurnesja.


Á myndinni má sjá að árfarvegur neðan stíflunnar er nánast þurr í fyrrihluta júlí mánaðar en rennsli ætti, skv. því sem til stóð, að vera 30-40% af eðlilegu rennsli þessa árstíma.

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.