Bláfáninn afhentur

Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum á Íslandi en 13 staðir og fyrirtæki fengu vottunina árið 2016.

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á flestum þeim stöðum sem sóttu um viðurkenninguna hér á landi í ár. Aldrei hafa fleiri flaggað Bláfánanum á Íslandi en 13 staðir og fyrirtæki fengu vottunina árið 2016. Níu handhafar sóttu um endurnýjun á Bláfánanum en fjórir fengu afhent í fyrsta sinn og eru það allt ferðaþjónustuaðilar í sjávarferðamennsku. Handhafar Bláfánans í ár eru:

Þjónustuaðilar í sjávarferðamennsku

  • Ambassador á Akureyri
  • Elding í Reykjavík
  • Special Tours í Reykjavík
  • Whale Safari í Reykjavík

Baðstrendur

  • Bláa lónið
  • Langisandur á Akranesi
  • Ylströndin í Nauthólsvík

Smábátahafnir

  • Smábátahöfnin á Bíldudal
  • Smábátahöfnin á Patreksfirði
  • Smábátahöfnin á Suðureyri
  • Smábátahöfnin í Stykkishólmi
  • Smábátahöfnin við Hafnarhólma á Borgarfirði eystri
  • Fossvogshöfn í Kópavogi

Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með vottunina og hvetjum þá áfram á braut náttúruverndar og gæðamála.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd