Bláfáninn blaktir við baðstaði

Landvernd fór með umsjón Bláfánans á árunum 2002-2018, landvernd.is
Í dag, 4. júní 2004, var Bláfáninn dregin að húni við Nauthólsvík og í Bláa lóninu. Þetta er annað árið sem heimild hefur fengist til að draga Bláfánann að húni á Íslandi.

Í dag var Bláfáninn dregin að húni við Nauthólsvík og í Bláa lóninu.

Árni Þór Sigurðsson forseti borgarstjórnar Reykjavíkur tók við Bláfánanum í Nauthóslvík úr hendi formanns Landverndar ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.

Fjórir staðir á Íslandi fá Bláfánann í ár þar sem þeir hafa með markvissum aðgerðum náð að uppfylla þau skilyrði sem sett eru og staðist úttekt bæði íslenskrar og alþjóðlegrar dómnefndar. Auk framangreindra baðstaða eru það smábátahafnirnar í Stykkishólmi og í Borgarfirði Eystra.
Bláfáninn er alþjóðlegt merki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að auka gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis.

Bláfánatímabilið stendur til 15. október n.k. og fyrir árslok hefst undirbúningur að næsta tímabili. Þá verður öllum höfnum á landinu sent bréf og boðið að sækja um þessa eftirsóttu alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd og aðrir aðstandendur verkefnisins vænta þess að enn fleiri Bláfánar verði dregnir að húni á næstu árum til vitnis um góða vilja landsmanna til að vernda haf og strandir.

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd