Blekkingar um Hvalárvirkjun á Ströndum afhjúpaðar

Drynjandi er einn af þeim fossum sem mun þurrkast upp ef af Hvalárvirkjun verður, landvernd.is
Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.

– jarðstrengir og þjóðgarður mun betri kostir til að tryggja afkomu Strandamanna og Vestfirðinga

Staða virkjunarframkvæmda og valkostir

Mikil vitundarvakning varð á síðasta ári um tilgangsleysi fyrirhugaðrar HvalárvirkjunaríÓfeigsfirðiáStröndumsemeinkafyrirtækiðVesturverk hyggst reisa. Stór hópur fólks, þar á meðal margir íbúar Árneshrepps, áttar sig nú á því að það eru litlir sem engir almannahagsmunir undir, einungis einkahagsmunir Vesturverks. Sami hópur fólks áttar sig á því að mun vænlegri leið til að styrkja byggð á Ströndum til langframa væri að stofna þar friðland og ferðamannastað sem byggði á stórbrotinni náttúru og sögu svæðisins. Sveitarstjórn Árneshrepps, þar sem áhugamenn um virkjun hafa meirihluta, hefur aftur á móti hafnað því að skoða þann möguleika, með aðstoð aðila sem er umhugað um svæðið, en samþykkt skipulagstillögur Vesturverks sem yrðu grundvöllur leyfis til undirbúningsrannsókna með því óafturkræfu raski sem þeim fylgir, yrðu tillögurnar staðfestar af Skipulagsstofnun. Fyrirhugaðar framkvæmdir á rannsóknartíma eru m.a. vegagerð, kjarnaborun í stíflustæði og fyrirhugaðar jarðgangaleiðir og gröftur könnunargryfja til malarnáms. Framkvæmdir á rannsóknatíma falla utan þess umhverfismats sem fram hefur farið.

Útilokað er að bygging Hvalárvirkjunar styrki byggð í Árneshreppi til langs tíma þar sem engin föst störf fylgja virkjuninni sjálfri. Átaksverkefni í tvö til þrjú ár er engin lausn fyrir lítið samfélag. Aftur á móti mun sérstaða og aðdráttarafl svæðisins hverfa að meira eða minna leyti þegar Hvalárvirkjun er risin með tilheyrandi veitum, uppistöðulónum og upphækkuðum vegum.

Styrking raforkukerfisins

Lífseigustu rök virkjunarsinna varðandi nauðsyn Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum féllu svo um sjálf sig þegar skýrsla kanadísks ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkuflutnings, METSCO Energy Solutions, lá fyrir í ársbyrjun 2018. Stjórn Landverndar hafði haustið 2017 falið fyrirtækinu að gera úttekt á möguleikum til úrbóta í orkumálum Vestfirðinga.

Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð megi tífalda raforkuöryggi á Vestfjörðum. Hinsvegar geri virkjun Hvalár ein og sér ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Það er vegna þess að orkan þaðan er flutt beint til suðurs inn á landsnetið með viðkomu í áætluðum tengipunkti Landsnets á Nauteyri í botni Ísafjarðardjúps. Svokölluð hringtenging um Vestfirði sem felur í sér lagningu línu eða sæstrengs frá mögulegu tengivirki á Nauteyri til Ísafjarðar er ekki í sjónmáli. Lagning jarðstrengja á þeim línuleiðum þar sem mest er um bilanir er vissulega dýr framkvæmd en ráðast þarf í hana fyrr en síðar þar sem framtíðin liggur í jarðstrengjum frekar en loftlínum. Hugsanlega mætti styrkja kerfið enn frekar með litlu vindorkuveri í eða við Ísafjarðardjúp.

Verndun í stað virkjunar

Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega. Samfelld svæði af óbyggðu víðerni á Íslandi fara sífellt minnkandi, því eru mikil verðmæti fólgin í þessu svæði og rík ástæða til að vernda það til framtíðar.

Á norðanverðum Ströndum væri aftur á móti hægt að stofna stórbrotinn þjóð- eða menningargarð sem spannað gæti allt svæðið allt frá Ingólfsfirði að austanverðu og a.m.k. frá Kaldalóni að vestanverðu til og með Hornstrandafriðlandi. Þennan garð mætti byggja upp af miklum myndarskap fyrir sambærilegan ríkisstyrk og fyrirhugaður er vegna óþarfs tengivirkis á Nauteyri.

Garður af þessu tagi kallar á nokkur heilsársstörf og mörg sumarstörf til að sinna uppbyggingu, fræðslu og eftirliti og getur skapað fjölda afleiddra starfa í ferðaþjónustu eins og dæmin sanna á jaðarsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs, einkum í Öræfum, Skaftárhreppi og Kelduhverfi. Gestastofa yrði reist í anddyri þjóðgarðs í Árneshreppi og fjölbreyttir möguleikar í náttúruferðamennsku blasa við. Engu slíku er til að dreifa vegna mannlausrar virkjunar Vesturverks.

Ófeigsfjörður við minni Eyvindafjarðarár verður senn gerður að iðnaðarsvæði, Mynd: Tómas Guðbjartsson, landvernd.is
Ófeigsfjörður við minni Eyvindafjarðarár verður senn gerður að iðnaðarsvæði, Mynd: Tómas Guðbjartsson

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd