Astjorn

Brotið gegn náttúruverndarlögum með uppbyggingu við Ástjörn – umsögn

Landvernd telur að Hafnafjarðarbær verði að endurskoða áætlanir um mannvirki við Ástjörn og virða friðlýsingu svæðisins.

Landvernd hefur kynnt sér tillögu að matsáætlun fyrir íþróttasvæði Hauka í Hafnarfirði og telur að Hafnafjarðarbær verði að endurskoða áætlanir um uppbyggingu innan skipulagssvæðis sveitafélagsins í viðkvæmri og afar dýrmætri náttúru sem nýtur verndar. Umsögnina í heild sinni má finna neðst í greininni.

Ástjörn er þegar friðlýst

Ástjörnin sjálf og nánasta umhverfi hennar er friðlýst og nýtur auk þess verndar náttúruverndarlaga eins og hraunið umhverfis hana. Að fara í stórar framkvæmdir alveg við tjörnina er mjög líklegt til þess að raska vatnafari tjarnarinnar. Ástjörn er grunnt stöðuvatn þar sem grunnvatnsstaðan ræðst af grunnvatnsstöðu bergsins í kring. Slík stöðuvötn eru viðkvæm fyrir náttúrulegum sveiflum og þola illa rask, eins og dæmi frá þurrkatíð sl. sumar sýna. Hætt er við því að með greftri fyrir mannvirkjum alveg við tjörnina skerðist rennsli í hana eða að frárennsli frá henni opnist þannig að vatnafar hennar raskist.

Uppbygging stríðir gegn friðlýsingarskilmálum

Landvernd óttast að svokallaðar mótvægisaðgerðir sem greint er frá í kafla 6.2 í matsáætlun til að sporna við þessu, séu ekki nægjanlegar til að tryggja að vatnafar tjarnarinnar raskist ekki. Það er því mat Landverndar að fyrirhuguð uppbygging stríði gegn friðlýsingarskilmálum. Jafnframt telur Landvernd að með framkvæmdunum verði brotið gegn 61. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 bæði þar sem um er að ræða rask á vatnafari stöðuvatns stærra en 1000 m2 (1. mgr. a liður 61. gr. náttúruverndarlaga) sem og á hrauni frá nútíma (2. mgr. a liður 61. gr. Náttúruverndarlaga).

Virðum friðlýsingar

Landvernd hvetur Hafnafjarðarbæ til þess að taka af skarið í eitt skipti fyrir öll, virða friðlýsingu svæðisins og náttúruverndarákvæði sem vernda það og falla frá frekari uppbyggingu mannvirkja við Ástjörn.

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.