
Aðventuganga og leit að jólatrjám í Alviðru
Við komum saman og fögnum aðventunni með aðventugöngu og leit að jólatrjám, í Alviðru laugardaginn 7. desember kl 13:00.
Við komum saman og fögnum aðventunni með aðventugöngu og leit að jólatrjám, í Alviðru laugardaginn 7. desember kl 13:00.
Við komum saman og fögnum aðventunni með aðventugöngu og leit að jólatrjám, í Alviðru laugardaginn 7. desember kl 13:00.
Á kynslóðaspjalli í Tehúsinu á Egilsstöðum voru fundargestir fullir af visku og umbreytingaranda. Samhljómur var um það að við þurfum að kaupa minna, leggja áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur, nýta hlutina betur og lengur og gera við frekar en að henda.
Vertu umhverfisvæn/n á aðventunni. Á Hringrásarjólum Amtsbókasafnsins á Akureyri og Landverndar finnur þú umhverfisvæna innpökkunarstöð, skiptihillu, fataslá og kózýhorn með umhverfisvænu jólaskrauti! Verið velkomin 5. – 19. desember!
Byrjaðu aðventuna með Hringrásarjólum þar sem boðið verður upp á jólahringrásarmarkað og silkiprent. Viðburðurinn er hluti af Aðventudagskrá Norræna hússins og hvatningarátaki Landverndar og Grænfánans um Nægjusaman Nóvember.
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Umhverfis- og loftslagsmál eru með mikilvægustu málefnum samtímans, en þrátt fyrir það virðast þau ekki í forgangi hjá flokkum í framboði. Við bjóðum frambjóðendum í pallborð og spyrjum þau mikilvægra spurninga um náttúruvernd og umhverfis- og loftslagsmál!
Við skorum á stjórnmálaflokka að mæta til kosninga með skýra stefnu í náttúru- og loftslagsmálum!
Textinn sem samþykktur er á COP29 er í rauninni lægsti samnefnarinn, þar sem samningurinn byggir á því að öll aðildarríki séu sammála. Það þýðir þó ekki að við getum ekki gengið lengra og gert betur þegar kemur að loftslagsaðgerðum hér heima!
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur, er látinn eftir skamvinn veikindi. Kristinn hafði mikinn áhuga á náttúruvernd og þá sérstaklega fuglavernd, en hann var einn helsti sérfræðingur Íslands í haferninum. Landverndar vottar fjölskyldu Kristins dýpstu samúð og þakkar um leið ánægjulega samfygld í gegnum árin.
Umhverfis- og loftslagsmál eru mikilvægustu málefni samtímans. Þrátt fyrir það virðist djúpt á þessum málum í stefnum flokkanna, fyrir komandi kosningar. Landvernd og fjölmörg náttúruverndarsamtök bjóða forystu flokkanna í pallborð til þess að ræða málin.
Landvernd og Reykjavíkurborg taka höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Bíll á negldum dekkjum veldur margfalt meiri mengun en bíll á ónegldum vetrardekkjum. Úrval ónegldra vetrardekkja verður sífellt betra og fá mörg þeirra góða umsögn og háa einkunn.
Kynslóð eftir kynslóð er spjall um nægjusemi milli ólíkra kynslóða. Leggja kynslóðirnar ólíkan skilning í þetta hugtak? Hver er staða nægjusemi í dag? Komdu og kynntu þér málið!
Ungir umhverfissinnar, ásamt Landvernd og fleiri systursamtökum, bjóða til COP RVK – hátíðs líffræðilegs fjölbreytileika og loftslags – laugardaginn 2. nóvember næstkomandi, í Iðnó.
Norðurlandaráð hefur samþykkt mikilvæga ályktun um stöðva námunvinnslu á hafsbotni og sendir skýr skilaboð til Íslands og Noregs um að styðja önnur norræn ríki með því að taka eindregna afstöðu gegn djúpsjávarnámuvinnslu.
Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að beita áhrifavaldi sínu og stöðva áform forsætisráðherra um að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfstjórnar.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núvitundarkennari, fjallar um tengslin á milli nægjusemi og núvitundar. Auk þess kennir hún okkur æfingar sem styrkja gildi eins og t.d. þakklæti og samkennd. Viðburðurinn er á fjarfundarformi.
Landvernd og Ferðafélag Íslands bjóða í skammdegisgöngu í Elliðaárdal, sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi. Mæting er við Toppstöðina, Rafstöðvarvegi 4, kl. 10:00.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er á ráðstefnuflakki þar sem hún sækir heim bæði COP16 ráðstefnuna um líffræðilegan fjölbreytileika, í Cali í Kólumbíu, og COP29 um loftslagsbreytingar, í Baku í Azerbaijan. Á meðan ferðalaginu stendur hefur Þorgerður verið með regluleg innslög í Samfélaginu á RÁS 1, en hér að neðan er hægt að hlusta á öll innslögin.
Kynslóð eftir kynslóð er spjall um nægjusemi milli ólíkra kynslóða. Leggja kynslóðirnar ólíkan skilning í þetta hugtak? Hver er staða nægjusemi í dag? Komdu og kynntu þér málið!