Ekki afsökun til að virkja meira

Skógafoss í klakaböndum. landvernd.is
Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir skerðingu á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja og stór­not­enda ekki af­sök­un til að virkja meira.
Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir skerðingu á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja og stór­not­enda ekki af­sök­un til að virkja meira. Tel­ur hún frek­ar þörf á því að efla raf­flutn­ings­kerfið og end­ur­skoða hvernig tryggja megi raf­orku yfir há­vet­ur­inn eða á þeim tíma sem að raf­orku­fram­leiðslan er sem lægst. Lands­virkj­un til­kynnti á dög­un­um að ákvörðun hefði verið tek­in um að skerða af­hend­ingu raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja og stór­not­enda með skerðan­lega skamm­tíma­samn­inga strax, en ekki í janú­ar líkt og upp­haf­lega var áætlað. Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar hef­ur áætlaði að skerðing­in á raf­orku til fiski­mjöls­verk­smiðja muni kalla á aukna ol­íu­notk­un upp á 20 millj­ón lítra. Nem­ur það um 54.400 tonn­um af kol­efnisígild­um og mun kol­efn­is­spor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs marg­fald­ast.

Óheppi­legt en fyr­ir­sjá­an­legt

“Það eru þrír þætt­ir sem að hitta all­ir á á sama tíma. Það er að raf­orku­fram­leiðsla er alltaf lægst yfir há­vet­ur­inn á Íslandi, ál­verðið er hátt og ál­ver­in vilja nota þá orku sem þau eiga samn­inga um, og loðnu­vertíðin. Þetta ger­ist allt á sama tíma. Þetta er nátt­úru­lega mjög slæmt en stór hluti í þessu sem virðist gleym­ast er að flutn­ingsnetið ræður ekki al­veg nógu vel við þetta. […] Þetta er bæði óheppi­legt og kannski til­fallandi en eitt­hvað sem að hefði verið hægt að sjá fyr­ir,” seg­ir Auður Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Mik­il­vægt að skoða lausn­irn­ar vel

Hún seg­ir mik­il­vægt að leggj­ast vel yfir vanda­málið og skoða hvaða lausn­ir standa til boða en að forðast skuli að nýta þessa stöðu sem af­sök­un til að virkja meira. Frek­ar þurfi að finna lausn á því hvernig hægt sé að geyma orku þegar vel árar fyr­ir þann tíma sem eft­ir­spurn er mik­il og fram­leiðsla minni. “Þetta nátt­úru­lega ræðst af því að raf­orku­fram­leiðslan hjá okk­ur er lægst á þeim tíma sem loðnu­bræðslurn­ar nota raf­orku. Síðan rest­ina af ár­inu nota þær enga raf­orku. […] Við þurf­um að skoða hvernig við get­um tryggt raf­orku til not­enda sem að nota bara raf­orku á þess­um tíma. Það þarf að gera það mjög yf­ir­vegað og ekki með þeim upp­hróp­un­um sem hafa verið núna og full­yrðing­um um að vanda­málið sé al­menn­ur skort­ur á raf­orku­fram­leiðslu þegar þetta er til­fallandi og líka skýrt af flutn­ings­kerf­inu.” Þá tel­ur Auður einnig til­efni til að end­ur­skoða for­gangs­röðun raf­orku­sölu en nú séu ál­ver­in alltaf í hæsta for­gangi.

Ísland með óverðskuldað orðspor

Spurð hvort hún telji þessa þróun sverta orðspor Íslands í um­hverf­is­mál­um í ljósi þess hve framar­lega við stönd­um þegar kem­ur að end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um, kveðst Auður standa í þeirri trú um að Ísland sé nú þegar með óverðskuldað gott orðspor í þeim mála­flokki. “Svona alþjóðlega hef­ur Ísland gott orð á sér að vera grænt land með litla los­un en töl­urn­ar sýna bara annað. Við erum með miklu meiri los­un per íbúa held­ur en meðaltal í Evr­ópu­sam­band­inu og við erum með næst hæstu los­un­ina í all­ir Evr­ópu á eft­ir Lúx­em­borg. Þetta er orðspor sem að við eig­um ekki al­veg inni fyr­ir. Ég myndi segja að hætt­an væri frek­ar að orðsporið myndi aðlaga sig að veru­leik­an­um en við verðum auðvitað að standa okk­ur miklu bet­ur og ég veit að við höf­um ekki staðið okk­ur í að grípa til aðgerða til að draga úr los­un.”

Tengt efni

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd